Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 07:00 Það er með ólíkindum hvað við getum verið vond við okkur sjálf í huganum. Alltaf í niðurrifi og endalaust að segja að við getum ekki eitthvað. Í ofanálag segjum við síðan öðru fólki að okkur takist örugglega ekki að gera eitthvað, svona til að lina niðurstöðuna um að geta ekki eitthvað. Þetta er auðvitað kolröng aðferðarfræði! Vísir/Getty „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ Hafið þið ekki heyrt fólk segja svona setningar? Eða sagt þessar setningar sjálf? Við annað fólk, eða einfaldlega við ykkur sjálf? Því jú, þessar setningar eru mjög algengar birtingarmyndir þess þegar við erum hrædd við að geta ekki eitthvað. Sem er allt annað en það hvort við hins vegar getum gert það. Óttinn við að mistakast eða geta ekki, er hins vegar svo mikill að við fyrirfram gefum okkur það að eitthvað takist ekki eða segjum öðru fólki að okkur muni örugglega ekki takast eitthvað, svona til að lina síðan höggið þegar það kemur og okkur mistekst. Það sorglega er samt að með því að efast, hræðast eða draga svona úr okkur sjálfum, aukast líkurnar okkur á því að það sem okkur langar að gera eða afreka, tekst einmitt ekki. Því við eiginlega tölum okkur inn á að eitthvað misfarist. Margt getur spilað inn í hvers vegna þetta er svona algeng hegðun. Uppeldi er dæmi um eitt atriði, þar sem við ólumst jafnvel upp við foreldra sem margendurtekið sýndu okkur sömu hegðun: Að það væri jafnvel betra að gera sér ekki of miklar vonir. Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað: 1. Sjáðu sigurinn/afrekið fyrir þér Með því að ímynda okkur bestu útkomuna, erum við líklegri til að vinna að því að ná bestu útkomunni 2. Hvað hefur þú í höndum þér? Þegar við erum að draga úr okkur sjálfum, einblínum við oft á það sem okkur vantar til að eitthvað geti tekist. Gott ráð er að snúa þessu við og skrifa niður það sem við einmitt höfum í hendi til að eitthvað gangi upp, eða getum auðveldlega haft stjórn á þannig að eitthvað sé líklegra til að ganga upp 3. Ekki af himnum ofan Ef markmiðið er að ná einhverju, fá eitthvað, geta gert eitthvað, farið eitthvað og svo framvegis, eru allar líkur á að þér takist betur til ef þú skipuleggur þig og vinnur að því að markmiðið náist. Ekki óska þér einhvers en búast við því að óskin rætist af himnum ofan 4. Hvað er það versta sem getur gerst? Mjög margir sem hafa náð langt í lífinu, segjast alltaf spyrja sjálfan sig þessara spurningu þegar efi læðist að. Því oftar en ekki, er svarið ekki eins alvarlegt og tilfinningin gefur til kynna 5. Jákvætt viðhorf, jákvætt tal Það hvernig við tölum við okkur sjálf í huganum er oft svo mikið niðurrif að það er varla að okkur ætti að takast að geta gert eitt eða neitt. Þessu þarf að linna og í staðinn fyrir þessa grimmu rödd, þarf markmiðið að vera: Jákvæðar hugsanir. Það sama á við um hvernig þú talar: Ekki tala sjálfan þig niður með því að segja öðru fólki að þér muni örugglega ekki takast eitthvað. Fáðu vini og vandamenn frekar til að peppa þig upp með því að koma heiðarlega fram og segja: Mig langar svo að þetta gerist/takist. Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01 Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið „Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Lífið Býður Taylor barn Lífið Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Tónlist Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Halla á Hellisheiði með viðskiptakonum Lífið Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Lífið Mætti á nærfötunum einum klæða Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ 50+: Að sporna við áhyggjum af eldri eða fullorðnum börnum 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ Sjá meira
Hafið þið ekki heyrt fólk segja svona setningar? Eða sagt þessar setningar sjálf? Við annað fólk, eða einfaldlega við ykkur sjálf? Því jú, þessar setningar eru mjög algengar birtingarmyndir þess þegar við erum hrædd við að geta ekki eitthvað. Sem er allt annað en það hvort við hins vegar getum gert það. Óttinn við að mistakast eða geta ekki, er hins vegar svo mikill að við fyrirfram gefum okkur það að eitthvað takist ekki eða segjum öðru fólki að okkur muni örugglega ekki takast eitthvað, svona til að lina síðan höggið þegar það kemur og okkur mistekst. Það sorglega er samt að með því að efast, hræðast eða draga svona úr okkur sjálfum, aukast líkurnar okkur á því að það sem okkur langar að gera eða afreka, tekst einmitt ekki. Því við eiginlega tölum okkur inn á að eitthvað misfarist. Margt getur spilað inn í hvers vegna þetta er svona algeng hegðun. Uppeldi er dæmi um eitt atriði, þar sem við ólumst jafnvel upp við foreldra sem margendurtekið sýndu okkur sömu hegðun: Að það væri jafnvel betra að gera sér ekki of miklar vonir. Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað: 1. Sjáðu sigurinn/afrekið fyrir þér Með því að ímynda okkur bestu útkomuna, erum við líklegri til að vinna að því að ná bestu útkomunni 2. Hvað hefur þú í höndum þér? Þegar við erum að draga úr okkur sjálfum, einblínum við oft á það sem okkur vantar til að eitthvað geti tekist. Gott ráð er að snúa þessu við og skrifa niður það sem við einmitt höfum í hendi til að eitthvað gangi upp, eða getum auðveldlega haft stjórn á þannig að eitthvað sé líklegra til að ganga upp 3. Ekki af himnum ofan Ef markmiðið er að ná einhverju, fá eitthvað, geta gert eitthvað, farið eitthvað og svo framvegis, eru allar líkur á að þér takist betur til ef þú skipuleggur þig og vinnur að því að markmiðið náist. Ekki óska þér einhvers en búast við því að óskin rætist af himnum ofan 4. Hvað er það versta sem getur gerst? Mjög margir sem hafa náð langt í lífinu, segjast alltaf spyrja sjálfan sig þessara spurningu þegar efi læðist að. Því oftar en ekki, er svarið ekki eins alvarlegt og tilfinningin gefur til kynna 5. Jákvætt viðhorf, jákvætt tal Það hvernig við tölum við okkur sjálf í huganum er oft svo mikið niðurrif að það er varla að okkur ætti að takast að geta gert eitt eða neitt. Þessu þarf að linna og í staðinn fyrir þessa grimmu rödd, þarf markmiðið að vera: Jákvæðar hugsanir. Það sama á við um hvernig þú talar: Ekki tala sjálfan þig niður með því að segja öðru fólki að þér muni örugglega ekki takast eitthvað. Fáðu vini og vandamenn frekar til að peppa þig upp með því að koma heiðarlega fram og segja: Mig langar svo að þetta gerist/takist.
Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01 Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið „Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Lífið Býður Taylor barn Lífið Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Tónlist Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Halla á Hellisheiði með viðskiptakonum Lífið Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Lífið Mætti á nærfötunum einum klæða Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ 50+: Að sporna við áhyggjum af eldri eða fullorðnum börnum 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ Sjá meira
Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01
Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01