Króatar lentu í kröppum dansi gegn fyrrum lærisveinum Dags Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:35 Dagur Sigurðsson er þjálfari króatíska karalandsliðsins í handbolta. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images Króatíska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Dags Sigurðssonar, lenti í kröppum dansi er liðið mætti Japan í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Dagur tók við króatíska liðinu fyrr á þessu ári, en hann var áður þjálfari japanska landsliðsins. Hann var því að mæta sínum fyrrverandi lærisveinum. Jafnræði ríkti með liðunum framan af leik og lengi vel varð munurinn ekki meiri en tvö mörk. Í stöðunni 13-13 tók japanska liðið þó öll völd og skoraði síðustu fimm mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 18-13, Japan í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Japanir héldu króatíska liðinu í skefjum lengi vel í síðari hálfleik og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 23-17. Þá vöknuðu Króatar hins vegar loksins til lífsins og komust yfir í 25-24 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru svo vægast sagt spennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna og Króatar fengu tækifæri til að komast yfir þegar um mínúta var til leiksloka. Þeir misnotuðu hins vegar sókn sína og því gátu Japanir stolið sigrinum á síðustu sekúndum leiksins. Japanska liðið tók leikhlé þegar tæp hálf mínúta var eftir og staðan var jöfn, 29-29. Þeir fengu færi til að koma boltanum í netið, en klikkuðu, tóku frákastið og klikkuðu aftur. Króatar tóku á rás og náðu að koma boltanum í netið í þann mund sem tíminn rann út og niðurstaðan varð dramatískur 30-29 sigur Króatíu. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Dagur tók við króatíska liðinu fyrr á þessu ári, en hann var áður þjálfari japanska landsliðsins. Hann var því að mæta sínum fyrrverandi lærisveinum. Jafnræði ríkti með liðunum framan af leik og lengi vel varð munurinn ekki meiri en tvö mörk. Í stöðunni 13-13 tók japanska liðið þó öll völd og skoraði síðustu fimm mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 18-13, Japan í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Japanir héldu króatíska liðinu í skefjum lengi vel í síðari hálfleik og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 23-17. Þá vöknuðu Króatar hins vegar loksins til lífsins og komust yfir í 25-24 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru svo vægast sagt spennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna og Króatar fengu tækifæri til að komast yfir þegar um mínúta var til leiksloka. Þeir misnotuðu hins vegar sókn sína og því gátu Japanir stolið sigrinum á síðustu sekúndum leiksins. Japanska liðið tók leikhlé þegar tæp hálf mínúta var eftir og staðan var jöfn, 29-29. Þeir fengu færi til að koma boltanum í netið, en klikkuðu, tóku frákastið og klikkuðu aftur. Króatar tóku á rás og náðu að koma boltanum í netið í þann mund sem tíminn rann út og niðurstaðan varð dramatískur 30-29 sigur Króatíu.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira