Samgöngur - Ekki eftir neinu að bíða Hafsteinn Gunnarsson skrifar 20. júlí 2024 09:32 Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun