Hátt reitt til höggs Hjálmar Jónsson skrifar 2. júlí 2024 15:52 Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna. Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins. Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús! Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það. Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. 2. júlí 2024 12:11 Furðar sig á ávirðingum vegna kaupa á vínarbrauði Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn. 23. apríl 2024 12:04 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna. Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins. Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús! Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það. Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ.
Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. 2. júlí 2024 12:11
Furðar sig á ávirðingum vegna kaupa á vínarbrauði Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn. 23. apríl 2024 12:04
Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun