Flestar íbúðir seljist undir eða á auglýstu verði Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 08:50 Páll Pálsson fasteignasali segir fasteignamarkaðinn eins og hann eiga að vera. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári. „Síðustu þrjá mánuði hefur eign kannski hækkað að meðaltali um eitt prósent,“ segir Páll og að þannig sé 80 milljóna íbúð að hækka um 800 þúsund krónur í verði á mánuði. „Þetta er pínu fullkominn markaður núna, bara normal. Við erum bara vön einhverju svona drama,“ segir Páll sem fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé þó leiðinlegt að það þurfi svo háa vexti svo að jafnvægi sé á húsnæðismarkaði. Þó svo að það geri mörgum erfitt fyrir virðist það ekki stöðva til dæmis unga eða fyrstu kaupendur. Þeir séu um þriðjungur allra kaupenda. Það hafi dottið niður en hækkað aftur. Foreldrar séu í meiri mæli en áður að aðstoða með kaupin. „Þau koma að kaupunum með einum eða öðrum hætti.“ Seljast á yfirverði þegar það eru mörg tilboð Páll segir að í um tuttugu prósent eigna seljist yfir auglýstu verði en 80 prósent á auglýstu eða undir. Það sé eðlilegt ástand. Hann segir að þegar ástandið hafi verið hvað erfiðast, í kringum Covid, hafi um 40 til 50 prósent eigna selst yfir auglýstu verði. Hann segir að ef komi tvo tilboð sé ekki óeðlilegt að eign seljist á eina eða tvær milljónir yfir auglýstu verði. Ef þau séu fleiri geti eignin selst á fjórar til sex milljónir yfir auglýstu verði. „Það er undantekning.“ Nýlega var greint frá því að meirihluti íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosti um eða yfir 60 milljónir. Páll segir að hann muni eftir þeim tíma þegar íbúðir á sama stað voru að seljast á fimmtán milljónir og það hafi þótt mikið. Hann hafi byrjað að selja fasteignir 2012 og hafi unnið hérlendis og erlendis. „Þetta var 2012 og 2013,“ segir Páll og rifjar það upp að félagi hans hafi keypt sér íbúð í miðbænum á þessum tíma á 250 þúsund krónur fermetrinn. Í dag sé meðalfermetraferð á höfuðborgarsvæðinu í nýbyggingum um 844 þúsund en í eldri eignum um 670 þúsund. Síðustu ár hafi eignir hækkað um níu til tíu prósent á ári að meðaltali. Ekki tilefni til vaxtalækkunar Hann segir fólk alltaf, þrátt fyrir hækkanir, finna sér leið til að kaupa eign. Seðlabankinn sé ekki að flýta sér að lækka vexti því ef húsnæðisliður sé tekinn út úr verðbólgu sé hún um fjögur prósent, en með honum 5,8 prósent. Hvað varðar framboð og eftirspurn segir Páll að fjölbýli hafi síðustu mánuði verið líkleg til að seljast á yfir auglýstu verði. Marsmánuður hafi samt verið metmánuður í sölu sérbýla sem sé að miklu leyti að reka hækkanirnar. Það sé mikil eftirspurn af þeim og lítið framboð. Auk þess hafi skipti miklu máli að um 600 Grindvíkingar hafi á þeim tíma dottið inn á markað og það geti mögulega skekkt markaðinn. „Sá markaður er uppseldur. Mjög margir Grindvíkingar eru búnir að gera sínar ráðstafanir þannig það verður áhugavert að sjá næstu þrjá mánuði miðað við síðustu þrjá mánuði.“ Enn mikill skortur á markaði Páll segir enn mikinn skort á fasteignamarkaði og að hann hafi glaðst yfir því að sjá borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, viðurkenna það í viðtali í gær. Íbúðauppbygging í Grafarvogi, þar sem eigi að byggja 500 íbúðir, verði þó ekki nóg til að svara skorti. Páll segir meiri eftirspurn líka eftir eignum utan höfuðborgarsvæðisins en í nálægð við það, það sem hann kallar nýja stór-höfuðborgarsvæðið. Akranes, Selfoss og Reykjanesið. „Maður finnur að þessi markaður er að aukast rosalega,“ segir hann og tók dæmi um mann sem hann er að aðstoða við leit að nýrri eign. Sá vill selja íbúð í Engihjalla en var að skoða einbýli í Hveragerði í staðinn. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Akranes Reykjanesbær Árborg Bítið Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Fleiri fréttir Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
„Síðustu þrjá mánuði hefur eign kannski hækkað að meðaltali um eitt prósent,“ segir Páll og að þannig sé 80 milljóna íbúð að hækka um 800 þúsund krónur í verði á mánuði. „Þetta er pínu fullkominn markaður núna, bara normal. Við erum bara vön einhverju svona drama,“ segir Páll sem fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé þó leiðinlegt að það þurfi svo háa vexti svo að jafnvægi sé á húsnæðismarkaði. Þó svo að það geri mörgum erfitt fyrir virðist það ekki stöðva til dæmis unga eða fyrstu kaupendur. Þeir séu um þriðjungur allra kaupenda. Það hafi dottið niður en hækkað aftur. Foreldrar séu í meiri mæli en áður að aðstoða með kaupin. „Þau koma að kaupunum með einum eða öðrum hætti.“ Seljast á yfirverði þegar það eru mörg tilboð Páll segir að í um tuttugu prósent eigna seljist yfir auglýstu verði en 80 prósent á auglýstu eða undir. Það sé eðlilegt ástand. Hann segir að þegar ástandið hafi verið hvað erfiðast, í kringum Covid, hafi um 40 til 50 prósent eigna selst yfir auglýstu verði. Hann segir að ef komi tvo tilboð sé ekki óeðlilegt að eign seljist á eina eða tvær milljónir yfir auglýstu verði. Ef þau séu fleiri geti eignin selst á fjórar til sex milljónir yfir auglýstu verði. „Það er undantekning.“ Nýlega var greint frá því að meirihluti íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosti um eða yfir 60 milljónir. Páll segir að hann muni eftir þeim tíma þegar íbúðir á sama stað voru að seljast á fimmtán milljónir og það hafi þótt mikið. Hann hafi byrjað að selja fasteignir 2012 og hafi unnið hérlendis og erlendis. „Þetta var 2012 og 2013,“ segir Páll og rifjar það upp að félagi hans hafi keypt sér íbúð í miðbænum á þessum tíma á 250 þúsund krónur fermetrinn. Í dag sé meðalfermetraferð á höfuðborgarsvæðinu í nýbyggingum um 844 þúsund en í eldri eignum um 670 þúsund. Síðustu ár hafi eignir hækkað um níu til tíu prósent á ári að meðaltali. Ekki tilefni til vaxtalækkunar Hann segir fólk alltaf, þrátt fyrir hækkanir, finna sér leið til að kaupa eign. Seðlabankinn sé ekki að flýta sér að lækka vexti því ef húsnæðisliður sé tekinn út úr verðbólgu sé hún um fjögur prósent, en með honum 5,8 prósent. Hvað varðar framboð og eftirspurn segir Páll að fjölbýli hafi síðustu mánuði verið líkleg til að seljast á yfir auglýstu verði. Marsmánuður hafi samt verið metmánuður í sölu sérbýla sem sé að miklu leyti að reka hækkanirnar. Það sé mikil eftirspurn af þeim og lítið framboð. Auk þess hafi skipti miklu máli að um 600 Grindvíkingar hafi á þeim tíma dottið inn á markað og það geti mögulega skekkt markaðinn. „Sá markaður er uppseldur. Mjög margir Grindvíkingar eru búnir að gera sínar ráðstafanir þannig það verður áhugavert að sjá næstu þrjá mánuði miðað við síðustu þrjá mánuði.“ Enn mikill skortur á markaði Páll segir enn mikinn skort á fasteignamarkaði og að hann hafi glaðst yfir því að sjá borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, viðurkenna það í viðtali í gær. Íbúðauppbygging í Grafarvogi, þar sem eigi að byggja 500 íbúðir, verði þó ekki nóg til að svara skorti. Páll segir meiri eftirspurn líka eftir eignum utan höfuðborgarsvæðisins en í nálægð við það, það sem hann kallar nýja stór-höfuðborgarsvæðið. Akranes, Selfoss og Reykjanesið. „Maður finnur að þessi markaður er að aukast rosalega,“ segir hann og tók dæmi um mann sem hann er að aðstoða við leit að nýrri eign. Sá vill selja íbúð í Engihjalla en var að skoða einbýli í Hveragerði í staðinn.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Akranes Reykjanesbær Árborg Bítið Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Fleiri fréttir Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira