Er lýðræðinu viðbjargandi? Reynir Böðvarsson skrifar 14. júní 2024 19:01 Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Reynir Böðvarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun