Það eru lög í landinu Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 14. júní 2024 14:01 Hér á landi hefur ÁTVR einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Markmið laga um verslun með áfengi eru m.a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Þannig er einkasölufyrirkomulag áfengis liður í forvarnastefnu og lögin eru skýr sama hversu oft sem því er haldið fram að þau séu óskýr. Ef breyta á sölufyrirkomulaginu hér á landi þarf það að gerast eftir lýðræðislega umræðu og lagasetningu, slík ákvörðun er ekki í höndum verslana án samhengis við forvarnarstefnu. Hvers vegna stýrt aðgengi? Alþjóðlegar leiðbeiningar um forvarnir mæla með stýrðu aðgengi að áfengi. Vinna að forvörnum er margþætt verkefni sem snertir öll svið samfélagsins. Forvarnarvinna er ekki eins og hlaðborð þar sem hægt er velja eina aðgerð eða eina leið til að ná árangri. Vinna að forvörnum er miklu frekar eins og vefur eða net þar sem hver þráður þarf að halda. Ef einn þráður slitnar hefur það áhrif á öll önnur verkefni í vefnum. Þrátt fyrir einkasöluna hefur aðgengi að áfengi á Íslandi aukist gríðarlega mikið síðustu áratugi. Sérfræðingar í lýðheilsu hafa síðustu vikur bent á birtingarmyndir áhrifa aukins aðgengis að áfengi á lýðheilsu fullorðinna s.s. að hópurinn sem drekkur áfengi flesta daga stækkar og drykkja á mann, mæld í hreinum vínanda, eykst með ýmsum fylgikvillum. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og hefur t.d. orðið sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Þá eru komnar fram vísbendingar um vaxandi drykkju ungmenna, sem verður að teljast verulegt áhyggjuefni. Ætlum við að glopra niður góðum árangri? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á með afgerandi hætti að aukið aðgengi að áfengi hefur slæm áhrif á heilsufar einstaklinga auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar. Fyrr í mánuðinum skrifaði okkar helsti sérfræðingur í lyf- og fíknilækningum, Valgerður Rúnarsdóttir, grein á Vísi þar sem hún spyr: „Í alvöru, krakkar! Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag?“ Ég tek heilshugar undir hennar spurningar. Það er horft til markverðs árangurs Íslendinga við að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna með áratuga vinnu. Stýrt aðgengi, há skattlagning ásamt fræðslu og samvinnu skólasamfélaga í gegnum íslenska forvarnarmódelið hafa skilað þessum árangri. Hættan er að missa þetta allt niður – málið er einfalt, það þarf að fara að áfengislögum og stöðva „gervinetsölu“ annars slítum við forvarnarvefinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hér á landi hefur ÁTVR einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Markmið laga um verslun með áfengi eru m.a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Þannig er einkasölufyrirkomulag áfengis liður í forvarnastefnu og lögin eru skýr sama hversu oft sem því er haldið fram að þau séu óskýr. Ef breyta á sölufyrirkomulaginu hér á landi þarf það að gerast eftir lýðræðislega umræðu og lagasetningu, slík ákvörðun er ekki í höndum verslana án samhengis við forvarnarstefnu. Hvers vegna stýrt aðgengi? Alþjóðlegar leiðbeiningar um forvarnir mæla með stýrðu aðgengi að áfengi. Vinna að forvörnum er margþætt verkefni sem snertir öll svið samfélagsins. Forvarnarvinna er ekki eins og hlaðborð þar sem hægt er velja eina aðgerð eða eina leið til að ná árangri. Vinna að forvörnum er miklu frekar eins og vefur eða net þar sem hver þráður þarf að halda. Ef einn þráður slitnar hefur það áhrif á öll önnur verkefni í vefnum. Þrátt fyrir einkasöluna hefur aðgengi að áfengi á Íslandi aukist gríðarlega mikið síðustu áratugi. Sérfræðingar í lýðheilsu hafa síðustu vikur bent á birtingarmyndir áhrifa aukins aðgengis að áfengi á lýðheilsu fullorðinna s.s. að hópurinn sem drekkur áfengi flesta daga stækkar og drykkja á mann, mæld í hreinum vínanda, eykst með ýmsum fylgikvillum. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og hefur t.d. orðið sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Þá eru komnar fram vísbendingar um vaxandi drykkju ungmenna, sem verður að teljast verulegt áhyggjuefni. Ætlum við að glopra niður góðum árangri? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á með afgerandi hætti að aukið aðgengi að áfengi hefur slæm áhrif á heilsufar einstaklinga auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar. Fyrr í mánuðinum skrifaði okkar helsti sérfræðingur í lyf- og fíknilækningum, Valgerður Rúnarsdóttir, grein á Vísi þar sem hún spyr: „Í alvöru, krakkar! Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag?“ Ég tek heilshugar undir hennar spurningar. Það er horft til markverðs árangurs Íslendinga við að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna með áratuga vinnu. Stýrt aðgengi, há skattlagning ásamt fræðslu og samvinnu skólasamfélaga í gegnum íslenska forvarnarmódelið hafa skilað þessum árangri. Hættan er að missa þetta allt niður – málið er einfalt, það þarf að fara að áfengislögum og stöðva „gervinetsölu“ annars slítum við forvarnarvefinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun