Nemendalýðræði á brauðfótum Ragnar Þór Pétursson skrifar 13. júní 2024 12:30 Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum. Því er lýst mjög nákvæmlega í lögum og reglum að skólar eigi að vera lýðræðislegar stofnanir sem í senn undirbúa nemendur fyrir þátttöku í stærra samfélagi og gera þeim kleift að ástunda lýðræði í námi sínu. Þá eru skýrar lýðræðislegar leikreglur um ákvarðanatöku og rekstur sveitarfélaga. En lýðræðið verður aldrei smættað í hreinar og tærar reglur. Lýðræði byggir á virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins, ólíkum skoðunum og þroskuðum og málefnalegum leiðum til að taka ákvarðanir. Nýlega hafa komið upp fjögur nýleg dæmi um mjög ólýðræðisleg vinnubrögð sveitarfélaga sem með einum eða öðrum hætti snerta líf og nám ungmenna. Dæmin eru öll mjög alvarleg, hvert á sinn hátt. Þau eiga sér stað í ólíkum sveitarfélögum, á ólíkum landshlutum, og varpa þannig ljósi á víðtækan og kerfislægan vanda. Reykjavík Í Reykjavík var í vetur tekin sú ákvörðun að seinka skólastarfi unglinga til klukkan níu eða þar um bil. Ákvörðunin byggir á góðum hug. Ætlunin er að veita unglingum meiri svefn. Í vetur boðaði borgarstjóri alla nemendur unglingastigs í grunnskólum borgarinnar á fund. Sá fundur var skammarlegur og vakti með fleirum en mér áleitnar spurningar um það hvort pólitískir valdhafar sveitarfélaga eigi að hafa sjálfdæmi um þann aðgang sem þeir taka sér að nemendum. Á fundinum var sett upp áróðurskennt leikrit þar sem búið var að undirbúa litla hópa nemenda til að hrósa breytingunum. Þeim var gefið orðið þegar valdhafarnir höfðu lokið máli sínu. Það eitt og sér var kjánalegt og flestir áhorfendur sáu í gegnum það. Verra var þegar kom að því að svara fyrirspurnum frá öðrum nemendum. Hver á fætur öðrum stigu nemendur fram, ýmist einstaklingar eða í litlum hópum, og lýstu sig andvíga því að skóladagurinn næði lengra fram á daginn. Í stað þess að svara nemendum eða taka tillit til athugasemda þeirra (en löngu var búið að taka ákvörðun í málinu) fengu nemendur alltaf sama loðna, pólitíska svarið. Að ekki stæði til að lengja „vinnudag“ nemenda. Fjöldi nemenda skildi ekkert hvað það þýðir – og ályktaði ranglega að það þýddi að taka ætti tillit til skoðana þeirra. Fjarðarbyggð Samkvæmt nýlegri könnun meðal íbúa virðist Fjarðabyggð vera næst andlýðræðislegasta sveitarfélag á landinu. Meðferð sveitarfélagsins á skólamálum er eitthvert ótrúlegasta dæmið af valdníðslu sem ég man eftir. Árið 2018 bannaði sveitarfélagið nemendum að nota farsíma á grundvelli þess að það myndi auka námsárangur. Ákvörðunin byggði ekki á lýðræðislegu ferli heldur á fullyrðingum sérfræðinga innan sveitarfélagsins (sem hvorki voru kennarar né skólastjórnendur) um að slíkt bann myndi m.a. stuðla að auknum námsárangri. PISA-könnunin 2022 sýndi fram á engan slíkan árangur í skólum sem bannað hafa síma – enda eru tengsl símanotkunar og námsárangurs mjög flókið faglegt viðfangsefni, eins og raunar flest skólastarf er. Nýverið var tekið enn stærra skref í sveitarfélaginu í andlýðræðislega átt. Alveg eins og skólastjórnendur voru jaðarsettir í símamálinu þá var hreinlega ákveðið, í trássi við lög og reglur, að láta þá alla flakka og auka stjórn skólamála úr ráðhúsinu. Eftir að hafa fengið málið í hausinn frá ytra eftirlitinu var ekki að sjá neinn vilja til að standa betur að málum. Yfirvöld í Fjarðabyggð sýndu strax að fyrir þeim snýst málið hvorki um fagmennsku né lýðræði – heldur leikjafræði. Þau leita nú leiða til að þvinga fram fyrri ákvörðun með öllum tiltækum leiðum. Akureyri Á Akureyri er búið að endurskilgreina hugtakið „sáttmáli“ og nær það nú yfir einhliða reglur sem settar eru og fólki er gert að fylgja. Aðeins 11% nemenda í skólum á Akureyri styðja símabann sem taka á gildi í haust. Bannið, sem á orwelskan hátt kallast „símafrí“ er sett á í andstöðu við stóran hluta hóps nemenda. Það byggir á mjög einföldum hugmyndum um gagnsemi þess að úthýsa símum og óraunhæfum hugmyndum um það hvað hægt er að gera á tækjum sem nemendur fá í skólanum. Fari Akureyrarbær eftir harðlínu Persónuverndar í vali á forritum í skólatækjum mun stafrænum verkfærum nemenda fækka stórkostlega við bannið. Þá munu nemendur sem nota hljóðbækur vegna lestrarvanda ekki lengur geta notað þær, nemendur af erlendum uppruna munu ekki geta notað þýðingarvélar til að tala við samnemendur sína innan og utan kennslustund og akureyrskir nemendur munu ekki fá markvissa fræðslu og kennslu á það hvernig snjalltækni er best að nýta í námi, kennslu og starfi. Sem er sorglegt því nýleg rannsókn sýnir að líklega er hvergi á landinu meiri þörf fyrir slíka kennslu en nákvæmlega þar. Hafnarfjörður Við höfum orðið vitni að furðulegum farsa kringum málefni ungmenna í Hafnarfirði. Ákveðið var að loka tilteknum úrræðum (sem virtust vera að virka vel) í gríðarlegum flýti og án lýðræðilegrar umræðu. Gefið var í skyn að eitthvað miklu betra væri væntanlegt og notendur þjónustunnar voru sjálfir að einhverju leyti gerðir ábyrgir fyrir ákvörðuninni því þeir hefðu ekki verið allskostar sáttir við allan aðbúnað. Ég lét mig hafa það að horfa á bæjarstjórnarfund um málið og varð gapandi hissa. Yfirmaður sviðsins sem bar ábyrgð á ákvörðuninni harðneitaði að svara spurningum á þeim forsendum að með því að loka starfseminni og segja upp fólki væri málið orðið starfsmannamál og að fyrir þau ætlaði yfirmaðurinn ekki að svara. Bæjarstjórinn kom svo í pontu og sagði efnislega að svona einfaldlega væri unnið í Hafnarfirði. Sveitarfélagið brást svo við neikvæðri umræðu með því að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum um að þessi mál væri öll í bullandi stórsókn. Hér hafa verið tiltekin fjögur nýleg dæmi sem öll snerta málefni ungs fólks með beinum hætti. Ég fjalla hér hvorki um það þegar lýðræðislegri atkvæðagreiðslu var skyndilega slegið á frest vegna þess að meirihluti tiltekinnar sveitarstjórnar óttaðist að hún færi illa né um það þegar bæjarstjóri tók umdeilt mál um tónlistarhús frá nefndinni sem bar ábyrgð á því og færði starfshópi sem hún sjálf skrifaði erindisbréf fyrir. Málin eru miklu fleiri og bera þess vott að sveitarfélög hringinn í kringum landið búa við mengun í lýðræðinu. Það setur okkur kennara í vanda. Ekki aðeins vegna þess að við eigum að undirbúa nemendur til þátttöku í þessum ólýðræðislegu samfélögum – heldur líka vegna hins að málefni skólanna verða stöðugt oftar fyrir áhrifum af illa teknum ákvörðunum og óvirðingu þeirra, sem ættu að vera skólunum stoð og styttur. Vandinn liggur þvers og kruss um landið og spannar bæði vinstri og hægri í stjórnmálum. Hann er samfélagslegur og hann er alvarlegur. Sveitarstjórnarfólk á Íslandi þarf að gera betur. Það þarf að bera meiri virðingu fyrir lýðræðinu og leyfa ekki þessum ljóta, pólitíska leik að sópa sér niður straum íslenskra stjórnmála. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla- og menntamál Akureyri Reykjavík Fjarðabyggð Hafnarfjörður Grunnskólar Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum. Því er lýst mjög nákvæmlega í lögum og reglum að skólar eigi að vera lýðræðislegar stofnanir sem í senn undirbúa nemendur fyrir þátttöku í stærra samfélagi og gera þeim kleift að ástunda lýðræði í námi sínu. Þá eru skýrar lýðræðislegar leikreglur um ákvarðanatöku og rekstur sveitarfélaga. En lýðræðið verður aldrei smættað í hreinar og tærar reglur. Lýðræði byggir á virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins, ólíkum skoðunum og þroskuðum og málefnalegum leiðum til að taka ákvarðanir. Nýlega hafa komið upp fjögur nýleg dæmi um mjög ólýðræðisleg vinnubrögð sveitarfélaga sem með einum eða öðrum hætti snerta líf og nám ungmenna. Dæmin eru öll mjög alvarleg, hvert á sinn hátt. Þau eiga sér stað í ólíkum sveitarfélögum, á ólíkum landshlutum, og varpa þannig ljósi á víðtækan og kerfislægan vanda. Reykjavík Í Reykjavík var í vetur tekin sú ákvörðun að seinka skólastarfi unglinga til klukkan níu eða þar um bil. Ákvörðunin byggir á góðum hug. Ætlunin er að veita unglingum meiri svefn. Í vetur boðaði borgarstjóri alla nemendur unglingastigs í grunnskólum borgarinnar á fund. Sá fundur var skammarlegur og vakti með fleirum en mér áleitnar spurningar um það hvort pólitískir valdhafar sveitarfélaga eigi að hafa sjálfdæmi um þann aðgang sem þeir taka sér að nemendum. Á fundinum var sett upp áróðurskennt leikrit þar sem búið var að undirbúa litla hópa nemenda til að hrósa breytingunum. Þeim var gefið orðið þegar valdhafarnir höfðu lokið máli sínu. Það eitt og sér var kjánalegt og flestir áhorfendur sáu í gegnum það. Verra var þegar kom að því að svara fyrirspurnum frá öðrum nemendum. Hver á fætur öðrum stigu nemendur fram, ýmist einstaklingar eða í litlum hópum, og lýstu sig andvíga því að skóladagurinn næði lengra fram á daginn. Í stað þess að svara nemendum eða taka tillit til athugasemda þeirra (en löngu var búið að taka ákvörðun í málinu) fengu nemendur alltaf sama loðna, pólitíska svarið. Að ekki stæði til að lengja „vinnudag“ nemenda. Fjöldi nemenda skildi ekkert hvað það þýðir – og ályktaði ranglega að það þýddi að taka ætti tillit til skoðana þeirra. Fjarðarbyggð Samkvæmt nýlegri könnun meðal íbúa virðist Fjarðabyggð vera næst andlýðræðislegasta sveitarfélag á landinu. Meðferð sveitarfélagsins á skólamálum er eitthvert ótrúlegasta dæmið af valdníðslu sem ég man eftir. Árið 2018 bannaði sveitarfélagið nemendum að nota farsíma á grundvelli þess að það myndi auka námsárangur. Ákvörðunin byggði ekki á lýðræðislegu ferli heldur á fullyrðingum sérfræðinga innan sveitarfélagsins (sem hvorki voru kennarar né skólastjórnendur) um að slíkt bann myndi m.a. stuðla að auknum námsárangri. PISA-könnunin 2022 sýndi fram á engan slíkan árangur í skólum sem bannað hafa síma – enda eru tengsl símanotkunar og námsárangurs mjög flókið faglegt viðfangsefni, eins og raunar flest skólastarf er. Nýverið var tekið enn stærra skref í sveitarfélaginu í andlýðræðislega átt. Alveg eins og skólastjórnendur voru jaðarsettir í símamálinu þá var hreinlega ákveðið, í trássi við lög og reglur, að láta þá alla flakka og auka stjórn skólamála úr ráðhúsinu. Eftir að hafa fengið málið í hausinn frá ytra eftirlitinu var ekki að sjá neinn vilja til að standa betur að málum. Yfirvöld í Fjarðabyggð sýndu strax að fyrir þeim snýst málið hvorki um fagmennsku né lýðræði – heldur leikjafræði. Þau leita nú leiða til að þvinga fram fyrri ákvörðun með öllum tiltækum leiðum. Akureyri Á Akureyri er búið að endurskilgreina hugtakið „sáttmáli“ og nær það nú yfir einhliða reglur sem settar eru og fólki er gert að fylgja. Aðeins 11% nemenda í skólum á Akureyri styðja símabann sem taka á gildi í haust. Bannið, sem á orwelskan hátt kallast „símafrí“ er sett á í andstöðu við stóran hluta hóps nemenda. Það byggir á mjög einföldum hugmyndum um gagnsemi þess að úthýsa símum og óraunhæfum hugmyndum um það hvað hægt er að gera á tækjum sem nemendur fá í skólanum. Fari Akureyrarbær eftir harðlínu Persónuverndar í vali á forritum í skólatækjum mun stafrænum verkfærum nemenda fækka stórkostlega við bannið. Þá munu nemendur sem nota hljóðbækur vegna lestrarvanda ekki lengur geta notað þær, nemendur af erlendum uppruna munu ekki geta notað þýðingarvélar til að tala við samnemendur sína innan og utan kennslustund og akureyrskir nemendur munu ekki fá markvissa fræðslu og kennslu á það hvernig snjalltækni er best að nýta í námi, kennslu og starfi. Sem er sorglegt því nýleg rannsókn sýnir að líklega er hvergi á landinu meiri þörf fyrir slíka kennslu en nákvæmlega þar. Hafnarfjörður Við höfum orðið vitni að furðulegum farsa kringum málefni ungmenna í Hafnarfirði. Ákveðið var að loka tilteknum úrræðum (sem virtust vera að virka vel) í gríðarlegum flýti og án lýðræðilegrar umræðu. Gefið var í skyn að eitthvað miklu betra væri væntanlegt og notendur þjónustunnar voru sjálfir að einhverju leyti gerðir ábyrgir fyrir ákvörðuninni því þeir hefðu ekki verið allskostar sáttir við allan aðbúnað. Ég lét mig hafa það að horfa á bæjarstjórnarfund um málið og varð gapandi hissa. Yfirmaður sviðsins sem bar ábyrgð á ákvörðuninni harðneitaði að svara spurningum á þeim forsendum að með því að loka starfseminni og segja upp fólki væri málið orðið starfsmannamál og að fyrir þau ætlaði yfirmaðurinn ekki að svara. Bæjarstjórinn kom svo í pontu og sagði efnislega að svona einfaldlega væri unnið í Hafnarfirði. Sveitarfélagið brást svo við neikvæðri umræðu með því að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum um að þessi mál væri öll í bullandi stórsókn. Hér hafa verið tiltekin fjögur nýleg dæmi sem öll snerta málefni ungs fólks með beinum hætti. Ég fjalla hér hvorki um það þegar lýðræðislegri atkvæðagreiðslu var skyndilega slegið á frest vegna þess að meirihluti tiltekinnar sveitarstjórnar óttaðist að hún færi illa né um það þegar bæjarstjóri tók umdeilt mál um tónlistarhús frá nefndinni sem bar ábyrgð á því og færði starfshópi sem hún sjálf skrifaði erindisbréf fyrir. Málin eru miklu fleiri og bera þess vott að sveitarfélög hringinn í kringum landið búa við mengun í lýðræðinu. Það setur okkur kennara í vanda. Ekki aðeins vegna þess að við eigum að undirbúa nemendur til þátttöku í þessum ólýðræðislegu samfélögum – heldur líka vegna hins að málefni skólanna verða stöðugt oftar fyrir áhrifum af illa teknum ákvörðunum og óvirðingu þeirra, sem ættu að vera skólunum stoð og styttur. Vandinn liggur þvers og kruss um landið og spannar bæði vinstri og hægri í stjórnmálum. Hann er samfélagslegur og hann er alvarlegur. Sveitarstjórnarfólk á Íslandi þarf að gera betur. Það þarf að bera meiri virðingu fyrir lýðræðinu og leyfa ekki þessum ljóta, pólitíska leik að sópa sér niður straum íslenskra stjórnmála. Höfundur er kennari.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun