Fyrirsjáanleiki til framtíðar Guðrún Halla Finnsdóttir og Valur Ægisson skrifa 12. júní 2024 09:30 Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun