Markaðsbrestur tilfinninga Þórhallur Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Sjá meira
Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun