Markaðsbrestur tilfinninga Þórhallur Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA.
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun