Heldur út í atvinnumennsku og ætlar sér fast sæti í landsliðinu Aron Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 10:00 Þorsteinn Leó býr sig undir að skjóta á mark Serba í leik með íslenska landsliðinu. Þorsteinn hugsar mikið út í íslenska landsliðið og ætlar sér að verða fastamaður þar. IHF Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði. „Ég held að maður sé búinn að jafna sig á þessu núna. Auðvitað var þetta samt sem áður mjög svekkjandi. Það var lítið sem að skyldi þarna á milli,“ segir Þorsteinn sem þurfti að bíta í það súra epli, ásamt liðsfélögum sínum í liði Aftureldingar, að lúta í lægra haldi gegn FH í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. „Leikir tvö og þrjú tapast með einu marki. Þetta er bara ein markvarsla eða eitt skot sem geigar sem skilur þarna á milli. Þetta er lítill munur og annað hvort stendur maður uppi sem Íslandsmeistari eða lendir í öðru sæti. Þetta var því gífurlega svekkjandi.“ Þorsteinn Leó í leik með Aftureldingu gegn FH vísir / hulda margrét Hvernig metur hann tímabilið í heild sinni? „Ég get alveg sagt það að þetta voru smá vonbrigði. Við ætluðum okkur stærri hluti. Endum í öðru sæti í Íslandsmótinu. Vonbrigði. Hvað varðar mína frammistöðu á tímabilinu þá finnst mér hún hafa verið upp og niður. Mér fannst spilamennska mín ekki nógu stöðug. Á stórleiki þar sem að ég tek yfir leikinn en svo inn á milli koma leikir þar sem að ég næ mér ekki á strik. Þetta er eitthvað sem ég þarf bara að vinna í. Að vera stöðugri. Það kemur með tímanum held ég.“ Fyrsta sinn sem Þorsteinn skiptir um félag Úrslitaleikirnir gegn FH voru síðustu leikir Þorsteins Leó fyrir Aftureldingu, í bili hið minnsta. Hann hefur samið við portúgalska liðið Porto, sem er eitt af þremur bestu liðum Portúgal. Hann upplifir blendar tilfinningar á þessum tímamótum. „Það er mjög skrýtið að vera kveðja Aftureldingu. Mjög skrýtið að vera skipta um lið. Þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég skipti um lið. Ég hef verið hérna í Aftureldingu síðan að ég var fimm ára gamall. Núna er ég staddur í einhvers konar millibilsástandi. Veit ekki alveg hvar ég eigi að vera. Er að bíða eftir því að halda út til Portúgal en æfi enn hérna í Mosfellsbæ. Þetta er mjög skrýtið tímabil akkúrat núna.“ Það er hjá Aftureldingu sem Þorsteinn Leó tók sín fyrstu skref í meistaraflokki. Þar hefur hann blómstrað.Vísir/Anton Brink „Félagið og allt fólkið hér hefur gert svo svakalega mikið fyrir mig. Svarið er eiginlega hvað hefur þetta félag ekki gert fyrir mig. Hér hef ég þróast sem einstaklingur og er búinn að vera mjög heppinn með þjálfara. Ég hef minn meistaraflokksferil með Aftureldingu þegar að Einar Andri Einarsson var þjálfari. Hann hjálpaði mér mjög mikið og ég á honum margt að þakka. Svo kemur Gunnar Magnússon inn. Hann hefur kennt mér mikið og líkt og Einari Andra á ég honum mjög margt að þakka og það sama gildir um félagið í heild sinni.“ Bolti sem hentar honum vel Hann er þó spenntur fyrir komandi tímum. Hans fyrsta skrefi út í atvinnumennskuna. „Mér lýst mjög vel á þetta. Það er auðvitað spilaður öðruvísi handbolti þarna úti, öðruvísi leikmenn. Þetta er miklu hraðari bolti en við sjáum hér heima. Hvort að það breytist þegar að ég kem þarna út eða ekki, við verðum bara að sjá til með það. En er þetta ekki bara handbolti sem að mun henta þér og þín leikstíl vel? „Alveg klárlega. Auðvitað mun þetta henta mér vel. Við þurfum bara að finna leiðina að því hvernig best sé að spila mér.“ Ekkert rými fyrir svekkelsi Þegar að undirritaður spyr Þorstein út í hvernig hann horfi á næstu ár á sínum ferli, hverju hann vilji stefna að, er ljóst að íslenska landsliðið á stóran sess í huga hans. „Ég hugsa alltaf mikið út í íslenska landsliðið. Ég vil vera fastamaður í þessu landsliði. Núna er maður á þessu skrýtna stigi að vera inn og út úr landsliðinu. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli. Hef oft verið meiddur þegar að liðið heldur á stórmót. Þannig að mig langar að verða fastamaður í þessu landsliði og klárlega vinna medalíu.“ Þorsteinn Leó í leik með íslenska landsliðinuVÍSIR/HULDA MARGRÉT En hvernig akkúrat horfirðu á þetta með landsliðið núna? Það að þú hafir verið svona inn og út úr hópnum. Ertu að svekkja þig á því? „Ég sé þetta ekki sem svekkjandi. Ég svekki mig ekki á því að vera ekki valinn í landsliðshópinn. Læt það ekki eyðileggja fyrir mér að fara í eitthvað svekkelsi. Ég veit að með tímanum þá mun ég verða það góður að ég verð bara fastamaður í þessu liði. Þá verður það engin spurning að ég verði valinn.“ Afturelding Olís-deild karla Portúgalski boltinn Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
„Ég held að maður sé búinn að jafna sig á þessu núna. Auðvitað var þetta samt sem áður mjög svekkjandi. Það var lítið sem að skyldi þarna á milli,“ segir Þorsteinn sem þurfti að bíta í það súra epli, ásamt liðsfélögum sínum í liði Aftureldingar, að lúta í lægra haldi gegn FH í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. „Leikir tvö og þrjú tapast með einu marki. Þetta er bara ein markvarsla eða eitt skot sem geigar sem skilur þarna á milli. Þetta er lítill munur og annað hvort stendur maður uppi sem Íslandsmeistari eða lendir í öðru sæti. Þetta var því gífurlega svekkjandi.“ Þorsteinn Leó í leik með Aftureldingu gegn FH vísir / hulda margrét Hvernig metur hann tímabilið í heild sinni? „Ég get alveg sagt það að þetta voru smá vonbrigði. Við ætluðum okkur stærri hluti. Endum í öðru sæti í Íslandsmótinu. Vonbrigði. Hvað varðar mína frammistöðu á tímabilinu þá finnst mér hún hafa verið upp og niður. Mér fannst spilamennska mín ekki nógu stöðug. Á stórleiki þar sem að ég tek yfir leikinn en svo inn á milli koma leikir þar sem að ég næ mér ekki á strik. Þetta er eitthvað sem ég þarf bara að vinna í. Að vera stöðugri. Það kemur með tímanum held ég.“ Fyrsta sinn sem Þorsteinn skiptir um félag Úrslitaleikirnir gegn FH voru síðustu leikir Þorsteins Leó fyrir Aftureldingu, í bili hið minnsta. Hann hefur samið við portúgalska liðið Porto, sem er eitt af þremur bestu liðum Portúgal. Hann upplifir blendar tilfinningar á þessum tímamótum. „Það er mjög skrýtið að vera kveðja Aftureldingu. Mjög skrýtið að vera skipta um lið. Þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég skipti um lið. Ég hef verið hérna í Aftureldingu síðan að ég var fimm ára gamall. Núna er ég staddur í einhvers konar millibilsástandi. Veit ekki alveg hvar ég eigi að vera. Er að bíða eftir því að halda út til Portúgal en æfi enn hérna í Mosfellsbæ. Þetta er mjög skrýtið tímabil akkúrat núna.“ Það er hjá Aftureldingu sem Þorsteinn Leó tók sín fyrstu skref í meistaraflokki. Þar hefur hann blómstrað.Vísir/Anton Brink „Félagið og allt fólkið hér hefur gert svo svakalega mikið fyrir mig. Svarið er eiginlega hvað hefur þetta félag ekki gert fyrir mig. Hér hef ég þróast sem einstaklingur og er búinn að vera mjög heppinn með þjálfara. Ég hef minn meistaraflokksferil með Aftureldingu þegar að Einar Andri Einarsson var þjálfari. Hann hjálpaði mér mjög mikið og ég á honum margt að þakka. Svo kemur Gunnar Magnússon inn. Hann hefur kennt mér mikið og líkt og Einari Andra á ég honum mjög margt að þakka og það sama gildir um félagið í heild sinni.“ Bolti sem hentar honum vel Hann er þó spenntur fyrir komandi tímum. Hans fyrsta skrefi út í atvinnumennskuna. „Mér lýst mjög vel á þetta. Það er auðvitað spilaður öðruvísi handbolti þarna úti, öðruvísi leikmenn. Þetta er miklu hraðari bolti en við sjáum hér heima. Hvort að það breytist þegar að ég kem þarna út eða ekki, við verðum bara að sjá til með það. En er þetta ekki bara handbolti sem að mun henta þér og þín leikstíl vel? „Alveg klárlega. Auðvitað mun þetta henta mér vel. Við þurfum bara að finna leiðina að því hvernig best sé að spila mér.“ Ekkert rými fyrir svekkelsi Þegar að undirritaður spyr Þorstein út í hvernig hann horfi á næstu ár á sínum ferli, hverju hann vilji stefna að, er ljóst að íslenska landsliðið á stóran sess í huga hans. „Ég hugsa alltaf mikið út í íslenska landsliðið. Ég vil vera fastamaður í þessu landsliði. Núna er maður á þessu skrýtna stigi að vera inn og út úr landsliðinu. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli. Hef oft verið meiddur þegar að liðið heldur á stórmót. Þannig að mig langar að verða fastamaður í þessu landsliði og klárlega vinna medalíu.“ Þorsteinn Leó í leik með íslenska landsliðinuVÍSIR/HULDA MARGRÉT En hvernig akkúrat horfirðu á þetta með landsliðið núna? Það að þú hafir verið svona inn og út úr hópnum. Ertu að svekkja þig á því? „Ég sé þetta ekki sem svekkjandi. Ég svekki mig ekki á því að vera ekki valinn í landsliðshópinn. Læt það ekki eyðileggja fyrir mér að fara í eitthvað svekkelsi. Ég veit að með tímanum þá mun ég verða það góður að ég verð bara fastamaður í þessu liði. Þá verður það engin spurning að ég verði valinn.“
Afturelding Olís-deild karla Portúgalski boltinn Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira