Persónan Katrín Jakobsdóttir Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:16 „Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
„Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun