Afrekskonan Katrín Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2024 20:30 Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar