Jón og Jóga fyrir okkur öll Maggý Hrönn Hermannsdóttir skrifar 30. maí 2024 18:01 Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun