Má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson skrifar 30. maí 2024 17:15 Fyrir tæplega sjö árum, um það leyti sem #metoo umræðan stóð sem hæst, kom út bókin Down Girl: The Logic of Misogyny (Drusla: Rökvísi kvenhaturs) eftir Kate Manne, lektor í heimspeki við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Þessi bók hefur haft mikil áhrif á alla umræðu um kvenhatur. Manne sýndi fram á að sú hugmynd að kvenhatur sé sálarástand ákveðinna karla – alls ekki allra – sem eigi bágt og þurfi kannski á hjálp að halda sé í besta falli einfeldningsleg og hreint ekki hjálpleg til að skilja þetta fyrirbæri til fulls. Hún bendir á að kvenhatur stafi fyrst og fremst af félagslegum væntingum og rótgrónum hugmyndum um hlutverk kvenna og karla, sem hafi staðið af sér þá frjálslyndisþróun sem hefur leitt til gjörbreyttrar stöðu kvenna á undanförnum áratugum, og að miklu leyti útrýmt kynjamisrétti eins og það blasti við fyrir ekki svo löngu síðan í vestrænum ríkjum. Manne heldur því fram að kvenhatur lifi góðu lífi í vestrænu samfélagi og geri konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis til jafns á við karla. Þetta birtist ekki síst í því að margvísleg hegðun sem vekur ekki sérstaka athygli hjá karli vekur athygli hjá konu. Það sem þykir eðlileg – jafnvel sjálfsögð – hegðun karlsins vekur til dæmis pirring eða hneykslun þegar kona gerir það sama eins og brotin hafi verið regla eða farið yfir mörk, eitthvað gert sem mátti ekki. Það má taka einfalt dæmi: Hörðum fréttaspyrlum af karlkyni er oft hælt fyrir að þjarma að viðmælendum sínum, láta þá ekki komast upp með moðreyk. Þegar fjölmiðlakonur gera það sama eru viðbrögðin gjarnan önnur og líklegra að þeim sé bent á að þær séu aggressívar eða virðist reiðar. Þetta snýst ekki um misrétti eða að því sé haldið fram að konur eigi ekki að stunda sömu störf og karlar. Vandinn er að okkur gengur illa að láta sömu viðmið gilda þegar við metum frammistöðu karla og kvenna. Jafnvel þótt gamaldags hugmyndir um kvenleika hverfi fá konur oft að kenna á því ef þær brjóta óskráðar reglur sem feðraveldið hefur mótað. Og regluverðirnir eru af báðum kynjum. Ég verð að viðurkenna að þó ég hafi lesið bók Kate Manne af miklum áhuga þegar hún kom út og hún hafi breytt skilningi mínum á kvenhatri í grundvallaratriðum – opnað augu mín fyrir lúmskum birtingarmyndum þess – átti ég ekki von á að það myndi leika lykilhlutverk í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar nú. Ég hélt satt að segja að Katrín Jakobsdóttir væri svo rækilega búin að festa sig í sessi sem einn öflugasti stjórnmálamaður landsins að hið forna regluverk feðraveldisins sem setur konum mörk ógnaði henni ekki. En lítið vissi ég. Það leið ekki á löngu eftir að hún tilkynnti um framboð áður en það varð ljóst að gagnrýni á hana yrði af allt öðrum toga en á aðra frambjóðendur og beindist fyrst og fremst að því hvað má og má ekki: Fyrsta og stærsta mótbára sumra var að Katrín Jakobsdóttir mætti bara ekki bjóða sig fram. Það væri til marks um spillingu að hún gæti orðið forseti strax eftir að hafa verið forsætisráðherra. Íslendingar hafa haft þjóðkjörinn forseta frá 1952 eða í 72 ár. Helming þessa tíma, 36 ár, hefur forsetinn verið fyrrverandi stjórnmálamaður. Ásgeir Ásgeirsson hafði verið þingmaður tveggja flokka og forsætisráðherra. Hann fór beint af þingi, eftir meira en 30 ára setu, á Bessastaði árið 1952 þar sem hann hélt áfram að leika pólitískt hlutverk næstu 16 ár. Engum þótti neitt óeðlilegt við það. Ólafur Ragnar Grímsson var umdeildur stjórnmálamaður í aldarfjórðung, flokksformaður og ráðherra áður en hann var kosinn forseti. Margir töldu pólitísk afskipti hans styrkleika í 20 ára forsetatíð og engum datt í hug að halda því fram að það væri siðlaust að hann tæki við embætti eða eða töldu að hann myndi hygla pólitískum samherjum sínum. Nú þegar forsætisráðherra víkur úr embætti til að bjóða sig fram gilda allt í einu aðrar röksemdir en um karlana. Framboð Katrínar er sagt siðlaust, sumir halda því fram grafalvarlegir að hún sé vanhæf til að fara með þau völd sem í því felast að veita stjórnarmyndunarumboð, fólk segist hafa þungar áhyggjur af stökki úr forsætisráðherrastóli á Bessastaði ef til kemur. Því er semsagt haldið fram að hún megi ekki bjóða sig fram. Með því að gera það hafi hún farið yfir mörk. Svipuðu máli gegnir um þau málefni sem Katrín hefur beitt sér fyrir eða verið andvíg og sömuleiðis um gagnrýni á hana fyrir að hafa ekki stutt ákveðna hópa eða baráttumál nægilega vel. Afstaða hennar til málefna hælisleitenda hefur fengið djúpt siðferðilegt vægi í umræðunni frekar en að sjónum sé beint að pólitískri stöðu hennar eða hverju mögulegt er að ná fram hverju sinni. Erfiðum málum á vettvangi ríkisstjórnarsamstarfsins er iðulega lýst sem siðferðilegum krísum frekar en sem flóknum átakavanda og dregið er í efa að málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu komi til af forystu hennar. Það reynist auðvelt – og mætir næstum engri andstöðu í samfélagsumræðunni – þegar gert er lítið úr ferli hennar. Ég ætla ekki að halda því fram að fólk sem er ósammála Katrínu eða ósátt við þá pólitík sem hún hefur staðið fyrir á ferlinum eigi að kjósa hana. Það er hverju okkar í sjálfsvald sett að ákveða hvern við kjósum og hvers vegna. En það er eitt skýrasta einkenni kvenhaturs að missa sjónar á greinarmuninum á því að vera ósammála pólitískum leiðtoga í tilteknum málum eða líta svo á að með stefnu sinni, aðgerðum eða afstöðu hafi stjórnmálakonan gerst sek um brot sem ekki verða fyrirgefin. Karlana má skilja út frá nauðsyn hins pólitíska eða list hins mögulega. Konurnar eru oftast sekar um eitthvað. Ég er sannarlega ekki sammála Katrínu Jakobsdóttur um alla hluti en ég kýs hana. Ástæðan er sú að það er mikilvægt fyrir Ísland að hafa hæfan forseta og af þeim sem eru í boði er hún langfremst. Kannski væri gagnlegt fyrir þá sem finnst hún hafa framið ófyrirgefanleg brot með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afstöðu eða afstöðuleysi – eða hafa þungar áhyggjur af meintu vanhæfi hennar – að velta fyrir sér forsendum þeirrar skoðunar. Höfundur starfar við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega sjö árum, um það leyti sem #metoo umræðan stóð sem hæst, kom út bókin Down Girl: The Logic of Misogyny (Drusla: Rökvísi kvenhaturs) eftir Kate Manne, lektor í heimspeki við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Þessi bók hefur haft mikil áhrif á alla umræðu um kvenhatur. Manne sýndi fram á að sú hugmynd að kvenhatur sé sálarástand ákveðinna karla – alls ekki allra – sem eigi bágt og þurfi kannski á hjálp að halda sé í besta falli einfeldningsleg og hreint ekki hjálpleg til að skilja þetta fyrirbæri til fulls. Hún bendir á að kvenhatur stafi fyrst og fremst af félagslegum væntingum og rótgrónum hugmyndum um hlutverk kvenna og karla, sem hafi staðið af sér þá frjálslyndisþróun sem hefur leitt til gjörbreyttrar stöðu kvenna á undanförnum áratugum, og að miklu leyti útrýmt kynjamisrétti eins og það blasti við fyrir ekki svo löngu síðan í vestrænum ríkjum. Manne heldur því fram að kvenhatur lifi góðu lífi í vestrænu samfélagi og geri konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis til jafns á við karla. Þetta birtist ekki síst í því að margvísleg hegðun sem vekur ekki sérstaka athygli hjá karli vekur athygli hjá konu. Það sem þykir eðlileg – jafnvel sjálfsögð – hegðun karlsins vekur til dæmis pirring eða hneykslun þegar kona gerir það sama eins og brotin hafi verið regla eða farið yfir mörk, eitthvað gert sem mátti ekki. Það má taka einfalt dæmi: Hörðum fréttaspyrlum af karlkyni er oft hælt fyrir að þjarma að viðmælendum sínum, láta þá ekki komast upp með moðreyk. Þegar fjölmiðlakonur gera það sama eru viðbrögðin gjarnan önnur og líklegra að þeim sé bent á að þær séu aggressívar eða virðist reiðar. Þetta snýst ekki um misrétti eða að því sé haldið fram að konur eigi ekki að stunda sömu störf og karlar. Vandinn er að okkur gengur illa að láta sömu viðmið gilda þegar við metum frammistöðu karla og kvenna. Jafnvel þótt gamaldags hugmyndir um kvenleika hverfi fá konur oft að kenna á því ef þær brjóta óskráðar reglur sem feðraveldið hefur mótað. Og regluverðirnir eru af báðum kynjum. Ég verð að viðurkenna að þó ég hafi lesið bók Kate Manne af miklum áhuga þegar hún kom út og hún hafi breytt skilningi mínum á kvenhatri í grundvallaratriðum – opnað augu mín fyrir lúmskum birtingarmyndum þess – átti ég ekki von á að það myndi leika lykilhlutverk í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar nú. Ég hélt satt að segja að Katrín Jakobsdóttir væri svo rækilega búin að festa sig í sessi sem einn öflugasti stjórnmálamaður landsins að hið forna regluverk feðraveldisins sem setur konum mörk ógnaði henni ekki. En lítið vissi ég. Það leið ekki á löngu eftir að hún tilkynnti um framboð áður en það varð ljóst að gagnrýni á hana yrði af allt öðrum toga en á aðra frambjóðendur og beindist fyrst og fremst að því hvað má og má ekki: Fyrsta og stærsta mótbára sumra var að Katrín Jakobsdóttir mætti bara ekki bjóða sig fram. Það væri til marks um spillingu að hún gæti orðið forseti strax eftir að hafa verið forsætisráðherra. Íslendingar hafa haft þjóðkjörinn forseta frá 1952 eða í 72 ár. Helming þessa tíma, 36 ár, hefur forsetinn verið fyrrverandi stjórnmálamaður. Ásgeir Ásgeirsson hafði verið þingmaður tveggja flokka og forsætisráðherra. Hann fór beint af þingi, eftir meira en 30 ára setu, á Bessastaði árið 1952 þar sem hann hélt áfram að leika pólitískt hlutverk næstu 16 ár. Engum þótti neitt óeðlilegt við það. Ólafur Ragnar Grímsson var umdeildur stjórnmálamaður í aldarfjórðung, flokksformaður og ráðherra áður en hann var kosinn forseti. Margir töldu pólitísk afskipti hans styrkleika í 20 ára forsetatíð og engum datt í hug að halda því fram að það væri siðlaust að hann tæki við embætti eða eða töldu að hann myndi hygla pólitískum samherjum sínum. Nú þegar forsætisráðherra víkur úr embætti til að bjóða sig fram gilda allt í einu aðrar röksemdir en um karlana. Framboð Katrínar er sagt siðlaust, sumir halda því fram grafalvarlegir að hún sé vanhæf til að fara með þau völd sem í því felast að veita stjórnarmyndunarumboð, fólk segist hafa þungar áhyggjur af stökki úr forsætisráðherrastóli á Bessastaði ef til kemur. Því er semsagt haldið fram að hún megi ekki bjóða sig fram. Með því að gera það hafi hún farið yfir mörk. Svipuðu máli gegnir um þau málefni sem Katrín hefur beitt sér fyrir eða verið andvíg og sömuleiðis um gagnrýni á hana fyrir að hafa ekki stutt ákveðna hópa eða baráttumál nægilega vel. Afstaða hennar til málefna hælisleitenda hefur fengið djúpt siðferðilegt vægi í umræðunni frekar en að sjónum sé beint að pólitískri stöðu hennar eða hverju mögulegt er að ná fram hverju sinni. Erfiðum málum á vettvangi ríkisstjórnarsamstarfsins er iðulega lýst sem siðferðilegum krísum frekar en sem flóknum átakavanda og dregið er í efa að málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu komi til af forystu hennar. Það reynist auðvelt – og mætir næstum engri andstöðu í samfélagsumræðunni – þegar gert er lítið úr ferli hennar. Ég ætla ekki að halda því fram að fólk sem er ósammála Katrínu eða ósátt við þá pólitík sem hún hefur staðið fyrir á ferlinum eigi að kjósa hana. Það er hverju okkar í sjálfsvald sett að ákveða hvern við kjósum og hvers vegna. En það er eitt skýrasta einkenni kvenhaturs að missa sjónar á greinarmuninum á því að vera ósammála pólitískum leiðtoga í tilteknum málum eða líta svo á að með stefnu sinni, aðgerðum eða afstöðu hafi stjórnmálakonan gerst sek um brot sem ekki verða fyrirgefin. Karlana má skilja út frá nauðsyn hins pólitíska eða list hins mögulega. Konurnar eru oftast sekar um eitthvað. Ég er sannarlega ekki sammála Katrínu Jakobsdóttur um alla hluti en ég kýs hana. Ástæðan er sú að það er mikilvægt fyrir Ísland að hafa hæfan forseta og af þeim sem eru í boði er hún langfremst. Kannski væri gagnlegt fyrir þá sem finnst hún hafa framið ófyrirgefanleg brot með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afstöðu eða afstöðuleysi – eða hafa þungar áhyggjur af meintu vanhæfi hennar – að velta fyrir sér forsendum þeirrar skoðunar. Höfundur starfar við Háskóla Íslands.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar