Síðasti séns Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:45 Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun