Baldur bak við þig stendur Hrund Þrándardóttir skrifar 30. maí 2024 08:31 Í aðdraganda forsetakosninga hafa tvær spurningar verið hvað mest áberandi varðandi framboð Baldurs. Af hverju Baldur OG Felix? Af hverju er verið að tala um að Baldur sé samkynhneigður? Byrjum á fyrri spurningunni: Af hverju erum við að tala um Baldur OG Felix? Allt í lagi, svolítið furðulegt eða hvað? Við höfum þó áður séð maka forsetaframbjóðenda gert hátt undir höfði í baráttunni um forsetaembættið. Eins og Baldri er von og vísa hefur hann verið skýr og heiðarlegur frá upphafi framboðs, þeir Felix eru að gera þetta saman. Auðvitað er Baldur forsetaframbjóðandinn, við kjósum hann og auðvitað verður embættið hans. Hann verður okkar forseti. En þegar forsetaframbjóðandi á maka þá er afar mikilvægt að vita eitthvað um hann og hafa vissu fyrir því að sá einstaklingur muni vinna að hagsmunum þjóðar við hlið forsetans. Það sem við vitum um Felix er m.a. þetta: Felix brennur fyrir málefnum barna og ungmenna og þar munu áherslur hans á Bessastöðum liggja. Hann er óumdeildur brautryðjandi í gerð barnaefnis sem hann hefur unnið af virðingu við börn með húmor í bland við mannréttindi og fræðslu. Hann hefur lagt áherslu á mikilvægi barnamenningar og tók þátt í verkefninu „List fyrir alla“ þar sem hann ferðaðist um landið með Gunnari Helgasyni, heimsótti grunnskóla og átti spjall við börn og unglinga m.a. um mikilvægi lesturs og fjölbreytt samfélag. Það þarf vart að fjölyrða um hversu dýrmæt og kærkomin þessi mikla reynsla hans og brennandi ástríða Felixar yrði á Bessastöðum. Felix er ásamt Baldri brautryðjandi í baráttu hinsegin fólks. Hann ruddi svo sannarlega brautir í kringum síðustu aldarmót þegar hann samdi, setti upp og lék í einleiknum „Hinn fullkomnir jafningi“ sem hvatti til umræðu um málefni samkynhneigðra hérlendis og erlendis og vakti verðskuldaða athygli. Felix hefur þar að auki verið óþreytandi baráttumaður fyrir hverskyns mannréttindum og haft sig þar í frammi með sýnilegum árangri. Nægir þar að nefna setu hans í stjórnum samtakanna Blátt áfram og Mannréttindaráðs Reykjavíkur. Þá er það líka þannig Baldur og Felix hafa í gegnum árin þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum saman. Þannig hafa þeir m.a. þurft að réttlæta sambúð sína og berjast fyrir því að litið sé á þá sem foreldra barna sinna. Felix var í Greifunum og söng Útihátið. Felix er traustur fjölskyldumaður, hlýr og greiðvikinn. Felix á auðvelt með að hlusta og spjalla við allskonar fólk, við formleg og óformleg tilefni. Felix mun vera forsetamaki sem Íslendingar geta verið afar stoltir af. Þá er það seinni spurningin: Hvað kemur það umræðunni við að Baldur sé samkynhneigður? Nákvæmlega! Það á að sjálfsögðu ekki að skipta nokkru einasta máli. Baldur er forsetaframbjóðandi, ekki hommi í framboði. Í fullkomnum heimi þar sem virðing fyrir fólki þætti sjálfsögð og mannréttindi alls fólks virt þyrftum við ekki að ræða þetta. En því miður er það svo að umræðan sem hefur sprottið upp eftir að Baldur gaf kost á sér gefur okkur tilefni til að staldra við. Einhver vill ekki homma á Bessastaði, heldur fallega fjölskyldu. Annar vill sjá skautbúning á svölum forsetans. Enn annar vill sjá „gömlu góðu gildin“ (taka kosningaréttinn aftur af konum?? Brenna nornir á báli?). Allt of mörg ummæli hafa fallið sem ekki er hægt að hafa eftir. Þetta minnir óneitanlega á framboð Vigdísar Finnbogadóttur á sínum tíma þegar m.a. var spurt hvort ekki væri nauðsynlegt að forseti hefði frú sér við hlið og jú heldur betur þótti það við hæfi að frúin tæki á móti gestum á Bessastöðum og hellti upp á könnuna. Að kona væri forseti þótti mörgum fjarstæða. En hvað gerði íslenska þjóðin fyrir 44 árum – kaus konu í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Og það sem við höfum verið stolt af því alla tíð síðan. Baldur hefur óteljandi kosti og mikilvæga fyrir embætti forseta. Hann er í senn vandaður, víðsýnn og vís, vill öllum vel, hlédrægur en um leið afar frambærilegur. Baldur er einfaldlega góður maður sem stendur með sínum, fjölskyldu, vinum og þjóð. Það að hann sé samkynhneigður er bara bónus. En um leið er það sko hreint ekkert bara heldur afar mikilvægt tækifæri fyrir íslensku þjóðina að senda sterk skilaboð til allra landsmanna og út í heim. Tækifæri til að kjósa hinsegin manneskju í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Baldur mun vera forseti sem Íslendingar geta verið afar stoltir af - með Felix við hlið sér. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninga hafa tvær spurningar verið hvað mest áberandi varðandi framboð Baldurs. Af hverju Baldur OG Felix? Af hverju er verið að tala um að Baldur sé samkynhneigður? Byrjum á fyrri spurningunni: Af hverju erum við að tala um Baldur OG Felix? Allt í lagi, svolítið furðulegt eða hvað? Við höfum þó áður séð maka forsetaframbjóðenda gert hátt undir höfði í baráttunni um forsetaembættið. Eins og Baldri er von og vísa hefur hann verið skýr og heiðarlegur frá upphafi framboðs, þeir Felix eru að gera þetta saman. Auðvitað er Baldur forsetaframbjóðandinn, við kjósum hann og auðvitað verður embættið hans. Hann verður okkar forseti. En þegar forsetaframbjóðandi á maka þá er afar mikilvægt að vita eitthvað um hann og hafa vissu fyrir því að sá einstaklingur muni vinna að hagsmunum þjóðar við hlið forsetans. Það sem við vitum um Felix er m.a. þetta: Felix brennur fyrir málefnum barna og ungmenna og þar munu áherslur hans á Bessastöðum liggja. Hann er óumdeildur brautryðjandi í gerð barnaefnis sem hann hefur unnið af virðingu við börn með húmor í bland við mannréttindi og fræðslu. Hann hefur lagt áherslu á mikilvægi barnamenningar og tók þátt í verkefninu „List fyrir alla“ þar sem hann ferðaðist um landið með Gunnari Helgasyni, heimsótti grunnskóla og átti spjall við börn og unglinga m.a. um mikilvægi lesturs og fjölbreytt samfélag. Það þarf vart að fjölyrða um hversu dýrmæt og kærkomin þessi mikla reynsla hans og brennandi ástríða Felixar yrði á Bessastöðum. Felix er ásamt Baldri brautryðjandi í baráttu hinsegin fólks. Hann ruddi svo sannarlega brautir í kringum síðustu aldarmót þegar hann samdi, setti upp og lék í einleiknum „Hinn fullkomnir jafningi“ sem hvatti til umræðu um málefni samkynhneigðra hérlendis og erlendis og vakti verðskuldaða athygli. Felix hefur þar að auki verið óþreytandi baráttumaður fyrir hverskyns mannréttindum og haft sig þar í frammi með sýnilegum árangri. Nægir þar að nefna setu hans í stjórnum samtakanna Blátt áfram og Mannréttindaráðs Reykjavíkur. Þá er það líka þannig Baldur og Felix hafa í gegnum árin þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum saman. Þannig hafa þeir m.a. þurft að réttlæta sambúð sína og berjast fyrir því að litið sé á þá sem foreldra barna sinna. Felix var í Greifunum og söng Útihátið. Felix er traustur fjölskyldumaður, hlýr og greiðvikinn. Felix á auðvelt með að hlusta og spjalla við allskonar fólk, við formleg og óformleg tilefni. Felix mun vera forsetamaki sem Íslendingar geta verið afar stoltir af. Þá er það seinni spurningin: Hvað kemur það umræðunni við að Baldur sé samkynhneigður? Nákvæmlega! Það á að sjálfsögðu ekki að skipta nokkru einasta máli. Baldur er forsetaframbjóðandi, ekki hommi í framboði. Í fullkomnum heimi þar sem virðing fyrir fólki þætti sjálfsögð og mannréttindi alls fólks virt þyrftum við ekki að ræða þetta. En því miður er það svo að umræðan sem hefur sprottið upp eftir að Baldur gaf kost á sér gefur okkur tilefni til að staldra við. Einhver vill ekki homma á Bessastaði, heldur fallega fjölskyldu. Annar vill sjá skautbúning á svölum forsetans. Enn annar vill sjá „gömlu góðu gildin“ (taka kosningaréttinn aftur af konum?? Brenna nornir á báli?). Allt of mörg ummæli hafa fallið sem ekki er hægt að hafa eftir. Þetta minnir óneitanlega á framboð Vigdísar Finnbogadóttur á sínum tíma þegar m.a. var spurt hvort ekki væri nauðsynlegt að forseti hefði frú sér við hlið og jú heldur betur þótti það við hæfi að frúin tæki á móti gestum á Bessastöðum og hellti upp á könnuna. Að kona væri forseti þótti mörgum fjarstæða. En hvað gerði íslenska þjóðin fyrir 44 árum – kaus konu í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Og það sem við höfum verið stolt af því alla tíð síðan. Baldur hefur óteljandi kosti og mikilvæga fyrir embætti forseta. Hann er í senn vandaður, víðsýnn og vís, vill öllum vel, hlédrægur en um leið afar frambærilegur. Baldur er einfaldlega góður maður sem stendur með sínum, fjölskyldu, vinum og þjóð. Það að hann sé samkynhneigður er bara bónus. En um leið er það sko hreint ekkert bara heldur afar mikilvægt tækifæri fyrir íslensku þjóðina að senda sterk skilaboð til allra landsmanna og út í heim. Tækifæri til að kjósa hinsegin manneskju í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Baldur mun vera forseti sem Íslendingar geta verið afar stoltir af - með Felix við hlið sér. Höfundur er sálfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun