Baldur í stóru og smáu Kristín Kristinsdóttir skrifar 30. maí 2024 10:01 Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun