Katrínu sem forseta Eiríkur Finnur Greipsson skrifar 29. maí 2024 11:30 Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar