Ofgreiddar lífeyrisgreiðslur nærri tvöfölduðust á milli ára Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2024 14:22 Tíu þúsund eiga inneign hjá Tryggingastofnun sem verður greidd út næsta laugardag. Miðgildi þeirra er 73 þúsund. Mynd/Tryggingastofnun Alls fengu um 52 þúsund einstaklingar ofgreiddar lífeyrisgreiðslur í fyrra og þurfa að greiða þær til baka. Miðgildi ofgreiðslna árið 2023 var rúmlega 122.000 krónur en var árið 2022 rúmar 66.000 krónur. Ofgreiðslan nærri tvöfaldast því á milli ára. Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu. Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu.
Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira