Halla Hrund fyrir framtíðina Þóra Árnadóttir skrifar 28. maí 2024 13:30 Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar