Taktík. - Fyrir fegurðina og lýðræðið Gunnlaugur Ólafsson skrifar 28. maí 2024 12:30 Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að kjörinn forseti þurfi meirihluta stuðning kjósenda. Hinsvegar í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir því að nái engin frambjóðenda meirihluta þá verði seinni umferð kosninga þar sem kosið er á milli tveggja efstu frambjóðenda úr fyrri umferð. Valdaelítur menningar og fjármagns hafa með undarlegum hætti sameinast á bakvið framboð Katrínar Jakobsdóttur. Helmingslíkur eru á að hún nái kjöri með innan við fjórðungs hlutfalli kjósenda. Fylgi hennar hefur reynst fasti á meðan fylgi við aðra hefur sveiflast. Nú þarf taktík í kosningum til að yfirvinna galla stjórnarskrár. Valdaelítur menningar og fjármála eru að sjálfsögðu á móti heilbrigðu lýðræði. Það liggur í eðli máls. Þeir vilja ekki missa spón úr aski sínum. Tengslaneit þeirra sem eiga og ráða eru líka á móti gildistöku nýrrar stjórnarskrár sem hefur þatttöku og samvinnu allra sem grunnforsendu. Heiðarleika og heilindi. Samkvæmt könnunum getur um helmingur landsmanna alls ekki sætt sig við að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti. Fyrir því liggja mjög margar ástæður. Flestar þeirra tengjast misnotkun valds. Það er eitt og sér óásættanlegt að hún yrði þá í eitt og hálft ár forseti yfir eigin ríkisstjórn. Þannig er hún vanhæf að staðfesta eigin frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um lagareldi og þar með gjaldfrjáls og ótakmörkaðar leyfisveitingar til fiskeldis. Líklegt er að tengslanet hennar í stjórnmálakreðsum landsins hafi áhrif í stjórnarmyndunarviðræðum. Það er hreint súrealískt eitt og sér að Hannes Hólmsteinn sem aðstoðaði fyrrverandi forseta Brasilíu við áætlanir um eyðingu Amazon regnskógarins og hugmyndasmiður íslenskrar gróðahyggju sé einn af helstu stuðningsmönnum fyrrum formanns Vinstri grænna. Engin prinsip. Bara völd. Sá frambjóðandi sem 90% landsmanna geta vel hugsað sér sem næsta forseta nefnist Halla Hrund Logadóttir Snæfríður Íslandssól heiðarleika og heilinda. Traustið og viskan sem við þurfum. Allir þurfa nú að leggjast á árar, með kæti og eftirvæntingu, að tryggja Höllu Hrund góða kosningu. Fyrir lýðræðið og fegurðina. Höfundur er lífeðlisfræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að kjörinn forseti þurfi meirihluta stuðning kjósenda. Hinsvegar í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir því að nái engin frambjóðenda meirihluta þá verði seinni umferð kosninga þar sem kosið er á milli tveggja efstu frambjóðenda úr fyrri umferð. Valdaelítur menningar og fjármagns hafa með undarlegum hætti sameinast á bakvið framboð Katrínar Jakobsdóttur. Helmingslíkur eru á að hún nái kjöri með innan við fjórðungs hlutfalli kjósenda. Fylgi hennar hefur reynst fasti á meðan fylgi við aðra hefur sveiflast. Nú þarf taktík í kosningum til að yfirvinna galla stjórnarskrár. Valdaelítur menningar og fjármála eru að sjálfsögðu á móti heilbrigðu lýðræði. Það liggur í eðli máls. Þeir vilja ekki missa spón úr aski sínum. Tengslaneit þeirra sem eiga og ráða eru líka á móti gildistöku nýrrar stjórnarskrár sem hefur þatttöku og samvinnu allra sem grunnforsendu. Heiðarleika og heilindi. Samkvæmt könnunum getur um helmingur landsmanna alls ekki sætt sig við að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti. Fyrir því liggja mjög margar ástæður. Flestar þeirra tengjast misnotkun valds. Það er eitt og sér óásættanlegt að hún yrði þá í eitt og hálft ár forseti yfir eigin ríkisstjórn. Þannig er hún vanhæf að staðfesta eigin frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um lagareldi og þar með gjaldfrjáls og ótakmörkaðar leyfisveitingar til fiskeldis. Líklegt er að tengslanet hennar í stjórnmálakreðsum landsins hafi áhrif í stjórnarmyndunarviðræðum. Það er hreint súrealískt eitt og sér að Hannes Hólmsteinn sem aðstoðaði fyrrverandi forseta Brasilíu við áætlanir um eyðingu Amazon regnskógarins og hugmyndasmiður íslenskrar gróðahyggju sé einn af helstu stuðningsmönnum fyrrum formanns Vinstri grænna. Engin prinsip. Bara völd. Sá frambjóðandi sem 90% landsmanna geta vel hugsað sér sem næsta forseta nefnist Halla Hrund Logadóttir Snæfríður Íslandssól heiðarleika og heilinda. Traustið og viskan sem við þurfum. Allir þurfa nú að leggjast á árar, með kæti og eftirvæntingu, að tryggja Höllu Hrund góða kosningu. Fyrir lýðræðið og fegurðina. Höfundur er lífeðlisfræðingur og leiðsögumaður.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar