Báðar eru þær góður kostur, Katrín og Halla Hrund. Reynir Böðvarsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar