Þjóðhöfðinginn Katrín Sigríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 06:31 Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun