Vopnið gegn hatri Kristín Sigrún Áss Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2024 07:00 Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun