Hvers vegna kýs ég „nörd“ í smáríkjafræðum sem forseta? Steinn Jóhannsson skrifar 27. maí 2024 17:32 Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar