Halla Tómasdóttir fyrir okkur unga fólkið Kári Sigfússon skrifar 27. maí 2024 16:00 1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar