Ætlar auðvaldinu loks að takast að ráða í forsetaembættið? Reynir Böðvarsson skrifar 27. maí 2024 15:45 Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar