Ætlar auðvaldinu loks að takast að ráða í forsetaembættið? Reynir Böðvarsson skrifar 27. maí 2024 15:45 Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun