Brjótum heimsblað! Hallgrímur Helgason skrifar 27. maí 2024 14:30 Kosningabaráttan hefur verið býsna skemmtileg og bara nokkuð kærkomin þetta vorið, þar sem þjóðin varð af sínu árlega Júró-fári. Óneitanlega hefur þó eitt framboðið yfirskyggt umræðuna, enda í fyrsta sinn sem ráðherra sitjandi ríkisstjórnar fer í forsetaframboð. Hefur þetta skapað heitar umræður víða og heyrst hefur af fjölskyldum þar sem systkyni talast ekki lengur við, vinir rífast á götum úti og hálfleikskaffið í Bestu deildinni frussast á ranga staði. “Hún er hæf en þetta er ekki við hæfi,” kvað fyrrum kvennaframboðskona. Ófáum landsmönnum ofbýður sannarlega að sjá pólitíska valdið, peningavaldið og menningarvaldið fallast svo ljúft í faðma. Öðrum frambjóðendum gengur upp og niður, Höllur rísa og Höllur hníga, en ég leyfi mér að benda á Baldur Þórhallsson, sem enn heldur sínu, skammt undan forsætisráðherranum fyrrverandi, og gæti átt möguleika á kjöri. Hér vantar þó enn stuðninginn sem þarf. Baldur og Felix hafa árum saman verið dýrmæt fyrirmynd nýrra fjölskyldutegunda, vakið aðdáun sem ötulir baráttumenn hinsegin réttinda og um leið staðið sterkir hver á sínu sviði, Baldur í fræðunum og Felix í menningunni. Fólk var enda mætt heim til þeirra strax á nýársdag og heimtaði framboð! Fallegustu stuðningsyfirlýsingar baráttunnar hafa komið frá barnsmæðrum beggja, og fallegri og samheldnari fjölskyldu er vart hægt að hugsa sér á Bessastaði. Sjálfur þekki ég Felix betur þar sem ég hef auðvitað fylgst vel með samstarfi hans og bróður míns, Gunnars Helgasonar, í gegnum árin. Saman hafa þeir gefið börnum landsins fleiri gæðastundir en flestir. Og þessi kvöldin sofna ófá börnin út frá lestri Felixar og Þuríðar Blævar á bók hans, Ævintýrum Freyju og Frikka, á Storytel. Fyrir sex ára dóttur minni er Felix einn af ásunum. Og auðvitað kýs ég hann fyrir hana. Baldur hefur rekið heiðarlega og glaðbeitta kosningabaráttu, svarað óþægilegum spurningum af óvæntri hreinskilni og sýnt yfirburða þekkingu sína á embætti forseta Íslands, og sögu þess, í ófáum pallborðum. Hann hefur farið um allt land, tekið í hendina á hálfri þjóðinni, er alþýðlegur og alþjóðlegur í senn, hefur reynslu úr sveit og utan úr heimi, er djúpur á fræðin en líka léttur og ræðinn. Með Baldri og Felix fengjum við öðruvísi Bessastaði, fulla af lífi og fjöri og nýrri kennd: Að allir og öll eigi hlut í forseta Íslands, hvar í stiga sem þau standa, og sama hve langt frá Íslandsnorminu gamla þau eru. Það er engin tilviljun að Baldur nýtur mikils stuðnings meðal minnihlutahópa hverskonar, fólks sem stendur í hornum okkar samfélags, sökum fíknar, sjúkdóma, kynhneigðar eða uppruna. Fólkið sem aldrei fær að kjósa sína rödd, á þing eða í bæjarstjórn. Öll geta þau endurspeglað sig í baráttu Baldurs og Felixar. Fjölmenningarsamfélagið okkar þarf forseta við hæfi. Þetta atriði vegur þungt, Baldur á hér stærra erindi en aðrir, fyrir utan sína fræðilegu vigt og skeleggu framkomu. Það sem gerir svo útslagið er áhersla þeirra beggja á unga fólkið og börnin, áhersla sem ekki er orðin tóm heldur byggð á sönnum sárum og áratuga reynslu í barnamenningu. Þar sem ég sat með móður minni á hjúkrunarheimilinu í morgun, hvar hún fékk loks pláss í liðinni viku, og fylgdist með öllu þessu eljusama starfsfólki, frá Víetnam, Póllandi, Filippseyjum og fleiri löndum, varð mér augljós nauðsyn þess að í þessum kosningum þurfum við að brjóta blað og fleyta okkur inn í framtíðina. Oftar en ekki hefur okkur tekist það, líkt og með kjöri Vigdísar, en stundum tekst það ekki, líkt og í Eurovision-einvíginu fyrr á þessu ári. Hvað gerum við næsta laugardag? Ef kosningabaráttan væri bíómynd gæti hún aðeins endað á einn veg. Sama hvað fólki finnst um aðra frambjóðendur þá yrði sigur Baldurs og Felixar alltaf sætastur. Enginn fengist til að fjármagna annan söguþráð en þennan: Eftir að hafa lengst af vermt þriðja sætið í könnunum rennur upp æsispennandi kosninganótt. Talning dregst á langinn en laust fyrir klukkan níu að morgni koma loks síðustu tölur frá Austurlandi: Baldur Þórhallsson sigrar óvænt með þremur atkvæðum frá Stöðvarfirði, verður forseti Íslands og fyrsti þjóðkjörni forseti heims sem er samkynhneigður. Lokaskotið er Pallaball á hádegi sunnudags. Óveðursvika fær regnbogaendi með konfettibombum og alkynja mannskapurinn stígur gleðidans. Enn á ný stendur Ísland í fararbroddi sögunnar. Kæru vinir og landsmenn. Staðan í baráttunni núna er svolítið eins og í Eurovision eftir dómnefndastigin. Það á enn eftir að tilkynna úrslit símakosningarinnar. Það getur ennþá allt gerst! Vinni einhver hinna verður það viðburður í Íslandssögunni. Vinni Baldur og Felix verður það viðburður í mannkynssögunni. Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Hallgrímur Helgason Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan hefur verið býsna skemmtileg og bara nokkuð kærkomin þetta vorið, þar sem þjóðin varð af sínu árlega Júró-fári. Óneitanlega hefur þó eitt framboðið yfirskyggt umræðuna, enda í fyrsta sinn sem ráðherra sitjandi ríkisstjórnar fer í forsetaframboð. Hefur þetta skapað heitar umræður víða og heyrst hefur af fjölskyldum þar sem systkyni talast ekki lengur við, vinir rífast á götum úti og hálfleikskaffið í Bestu deildinni frussast á ranga staði. “Hún er hæf en þetta er ekki við hæfi,” kvað fyrrum kvennaframboðskona. Ófáum landsmönnum ofbýður sannarlega að sjá pólitíska valdið, peningavaldið og menningarvaldið fallast svo ljúft í faðma. Öðrum frambjóðendum gengur upp og niður, Höllur rísa og Höllur hníga, en ég leyfi mér að benda á Baldur Þórhallsson, sem enn heldur sínu, skammt undan forsætisráðherranum fyrrverandi, og gæti átt möguleika á kjöri. Hér vantar þó enn stuðninginn sem þarf. Baldur og Felix hafa árum saman verið dýrmæt fyrirmynd nýrra fjölskyldutegunda, vakið aðdáun sem ötulir baráttumenn hinsegin réttinda og um leið staðið sterkir hver á sínu sviði, Baldur í fræðunum og Felix í menningunni. Fólk var enda mætt heim til þeirra strax á nýársdag og heimtaði framboð! Fallegustu stuðningsyfirlýsingar baráttunnar hafa komið frá barnsmæðrum beggja, og fallegri og samheldnari fjölskyldu er vart hægt að hugsa sér á Bessastaði. Sjálfur þekki ég Felix betur þar sem ég hef auðvitað fylgst vel með samstarfi hans og bróður míns, Gunnars Helgasonar, í gegnum árin. Saman hafa þeir gefið börnum landsins fleiri gæðastundir en flestir. Og þessi kvöldin sofna ófá börnin út frá lestri Felixar og Þuríðar Blævar á bók hans, Ævintýrum Freyju og Frikka, á Storytel. Fyrir sex ára dóttur minni er Felix einn af ásunum. Og auðvitað kýs ég hann fyrir hana. Baldur hefur rekið heiðarlega og glaðbeitta kosningabaráttu, svarað óþægilegum spurningum af óvæntri hreinskilni og sýnt yfirburða þekkingu sína á embætti forseta Íslands, og sögu þess, í ófáum pallborðum. Hann hefur farið um allt land, tekið í hendina á hálfri þjóðinni, er alþýðlegur og alþjóðlegur í senn, hefur reynslu úr sveit og utan úr heimi, er djúpur á fræðin en líka léttur og ræðinn. Með Baldri og Felix fengjum við öðruvísi Bessastaði, fulla af lífi og fjöri og nýrri kennd: Að allir og öll eigi hlut í forseta Íslands, hvar í stiga sem þau standa, og sama hve langt frá Íslandsnorminu gamla þau eru. Það er engin tilviljun að Baldur nýtur mikils stuðnings meðal minnihlutahópa hverskonar, fólks sem stendur í hornum okkar samfélags, sökum fíknar, sjúkdóma, kynhneigðar eða uppruna. Fólkið sem aldrei fær að kjósa sína rödd, á þing eða í bæjarstjórn. Öll geta þau endurspeglað sig í baráttu Baldurs og Felixar. Fjölmenningarsamfélagið okkar þarf forseta við hæfi. Þetta atriði vegur þungt, Baldur á hér stærra erindi en aðrir, fyrir utan sína fræðilegu vigt og skeleggu framkomu. Það sem gerir svo útslagið er áhersla þeirra beggja á unga fólkið og börnin, áhersla sem ekki er orðin tóm heldur byggð á sönnum sárum og áratuga reynslu í barnamenningu. Þar sem ég sat með móður minni á hjúkrunarheimilinu í morgun, hvar hún fékk loks pláss í liðinni viku, og fylgdist með öllu þessu eljusama starfsfólki, frá Víetnam, Póllandi, Filippseyjum og fleiri löndum, varð mér augljós nauðsyn þess að í þessum kosningum þurfum við að brjóta blað og fleyta okkur inn í framtíðina. Oftar en ekki hefur okkur tekist það, líkt og með kjöri Vigdísar, en stundum tekst það ekki, líkt og í Eurovision-einvíginu fyrr á þessu ári. Hvað gerum við næsta laugardag? Ef kosningabaráttan væri bíómynd gæti hún aðeins endað á einn veg. Sama hvað fólki finnst um aðra frambjóðendur þá yrði sigur Baldurs og Felixar alltaf sætastur. Enginn fengist til að fjármagna annan söguþráð en þennan: Eftir að hafa lengst af vermt þriðja sætið í könnunum rennur upp æsispennandi kosninganótt. Talning dregst á langinn en laust fyrir klukkan níu að morgni koma loks síðustu tölur frá Austurlandi: Baldur Þórhallsson sigrar óvænt með þremur atkvæðum frá Stöðvarfirði, verður forseti Íslands og fyrsti þjóðkjörni forseti heims sem er samkynhneigður. Lokaskotið er Pallaball á hádegi sunnudags. Óveðursvika fær regnbogaendi með konfettibombum og alkynja mannskapurinn stígur gleðidans. Enn á ný stendur Ísland í fararbroddi sögunnar. Kæru vinir og landsmenn. Staðan í baráttunni núna er svolítið eins og í Eurovision eftir dómnefndastigin. Það á enn eftir að tilkynna úrslit símakosningarinnar. Það getur ennþá allt gerst! Vinni einhver hinna verður það viðburður í Íslandssögunni. Vinni Baldur og Felix verður það viðburður í mannkynssögunni. Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar