Kjósum sterkan leiðtoga Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir skrifar 23. maí 2024 23:00 Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins. Þennan vetur voru ótrúlegustu hlutir framkvæmdir. Ekkert var ómögulegt, hvorki í fjáröflunum né viðburðum, sem leiddi okkur í virkilega eftirminnilega útskriftarferð til Flórída sem þurfti að breyta og endurskipuleggja nokkrum sinnum sökum mjög langs kennaraverkfalls um vorið. Bjartsýni Höllu, staðfestan í hindranir væru einungis til að leysa þær og hæfileikinn til að virkja allan hópinn og láta alla finnast þeir tilheyra var aðdáunarvert og mér, feimnu stelpunni að austan mikil hvatning og fyrirmynd. Eftir útskrift skildu leiðir því ég fór austur að vinna, en ég hef fylgst með Höllu í gegnum árin og virkilega dáðst að því sem hún hefur framkvæmt. Þegar við hittumst þá er eins og hún sé að hitta gamla bestu vinkonu, einlægnin geislar af henni og mér þykir alltaf jafn ljúft hvað hún sýnir innilegan áhuga og væntumþykju. Þessari hlýju er þjóðin nú að fá að kynnast í gegnum framboð Höllu. Mörgum virðist þykja það síðra að Halla komi úr viðskiptalífinu, en er einhvers staðar skrifað að forseti Íslands eigi að hafa bakgrunn hins opinbera starfsmanns? Þau fjögur sem voru efst í skoðanakönnunum framan af tengjast öll opinbera geiranum. Hefur það á einhvern hátt sjálfkrafa gert þau að hæfari forseta? Persónulega þykir mér það síðra að forseti hafi pólitískan bakgrunn eða hafi átt einhæfa starfsævi. Ferilskrá Höllu Tómasdóttur er mögnuð og hún er í senn frumkvöðull, fyrirlesari og forstjóri. Ferilinn spannar ábyrgðarstöður hjá bæði Mars og Pepsi Cola, aðkomu að stofnun og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og Opna Háskólans, verkefnið Auður í Krafti kvenna, sem valdefldi stóran hóp kvenna og hvatti til nýsköpunar, TED fyrirlestra, stofnun fjármálafyrirtækisins Auður Capital, sem kom öllum sínum skjólstæðingum tjónlaust í gegnum efnahagshrunið 2008 og jú, að vera fyrst kvenna til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Það starf yfirgaf Halla eftir árs setu, því hún fann að það samræmdist ekki gildum hennar um ábyrg viðskipti og stjórnunarhætti. Það að hafa hugrekki til að horfast í augu við sterk öfl, hvort sem eru í viðskiptum eða opinberri stjórnsýslu og skora á þau að breytast, er eitthvað sem fæstum okkar er gefið. Þetta hefur Halla margsinnis gert og ekki síst undanfarin ár sem forstjóri B Team. Ég veit að hún brennur fyrir málefnum sem naga íslenskt samfélag. Líðan unga fólksins sem og þeirra eldri, neikvæðni sem einkennir samfélagsumræðu nútímans og grefur undan góðum verkum, jafnréttismálum og ekki síst orku- og auðlindamálum á þann hátt að íslenska þjóðin auðgist öll á því hversu gjöfult landið okkar er. Ég hvet ykkur eindregið til að kynnast Höllu. Síðustu daga hefur fylgi hennar rokið upp og hún mælist nú í öðru sæti í skoðanakönnunum, enda búin að vera mjög dugleg að kynnast landi og þjóð bæði með heimsóknum og á ýmsum miðlum. Hvarvetna heillast fólk, enda er Halla Tómasdóttir með einstaklega fallega framkomu, góða nærveru, mjög vel máli farin og óhrædd við að tala tæpitungulaust. Ég treysti engri betur en Höllu Tómasdóttur til að láta ekki standa við orðin tóm, heldur hafa hugrekki til að sýna staðfestu, framkvæma, leiða og nýta krafta forsetaembættisins til góðra verka. Höfundur er eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins. Þennan vetur voru ótrúlegustu hlutir framkvæmdir. Ekkert var ómögulegt, hvorki í fjáröflunum né viðburðum, sem leiddi okkur í virkilega eftirminnilega útskriftarferð til Flórída sem þurfti að breyta og endurskipuleggja nokkrum sinnum sökum mjög langs kennaraverkfalls um vorið. Bjartsýni Höllu, staðfestan í hindranir væru einungis til að leysa þær og hæfileikinn til að virkja allan hópinn og láta alla finnast þeir tilheyra var aðdáunarvert og mér, feimnu stelpunni að austan mikil hvatning og fyrirmynd. Eftir útskrift skildu leiðir því ég fór austur að vinna, en ég hef fylgst með Höllu í gegnum árin og virkilega dáðst að því sem hún hefur framkvæmt. Þegar við hittumst þá er eins og hún sé að hitta gamla bestu vinkonu, einlægnin geislar af henni og mér þykir alltaf jafn ljúft hvað hún sýnir innilegan áhuga og væntumþykju. Þessari hlýju er þjóðin nú að fá að kynnast í gegnum framboð Höllu. Mörgum virðist þykja það síðra að Halla komi úr viðskiptalífinu, en er einhvers staðar skrifað að forseti Íslands eigi að hafa bakgrunn hins opinbera starfsmanns? Þau fjögur sem voru efst í skoðanakönnunum framan af tengjast öll opinbera geiranum. Hefur það á einhvern hátt sjálfkrafa gert þau að hæfari forseta? Persónulega þykir mér það síðra að forseti hafi pólitískan bakgrunn eða hafi átt einhæfa starfsævi. Ferilskrá Höllu Tómasdóttur er mögnuð og hún er í senn frumkvöðull, fyrirlesari og forstjóri. Ferilinn spannar ábyrgðarstöður hjá bæði Mars og Pepsi Cola, aðkomu að stofnun og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og Opna Háskólans, verkefnið Auður í Krafti kvenna, sem valdefldi stóran hóp kvenna og hvatti til nýsköpunar, TED fyrirlestra, stofnun fjármálafyrirtækisins Auður Capital, sem kom öllum sínum skjólstæðingum tjónlaust í gegnum efnahagshrunið 2008 og jú, að vera fyrst kvenna til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Það starf yfirgaf Halla eftir árs setu, því hún fann að það samræmdist ekki gildum hennar um ábyrg viðskipti og stjórnunarhætti. Það að hafa hugrekki til að horfast í augu við sterk öfl, hvort sem eru í viðskiptum eða opinberri stjórnsýslu og skora á þau að breytast, er eitthvað sem fæstum okkar er gefið. Þetta hefur Halla margsinnis gert og ekki síst undanfarin ár sem forstjóri B Team. Ég veit að hún brennur fyrir málefnum sem naga íslenskt samfélag. Líðan unga fólksins sem og þeirra eldri, neikvæðni sem einkennir samfélagsumræðu nútímans og grefur undan góðum verkum, jafnréttismálum og ekki síst orku- og auðlindamálum á þann hátt að íslenska þjóðin auðgist öll á því hversu gjöfult landið okkar er. Ég hvet ykkur eindregið til að kynnast Höllu. Síðustu daga hefur fylgi hennar rokið upp og hún mælist nú í öðru sæti í skoðanakönnunum, enda búin að vera mjög dugleg að kynnast landi og þjóð bæði með heimsóknum og á ýmsum miðlum. Hvarvetna heillast fólk, enda er Halla Tómasdóttir með einstaklega fallega framkomu, góða nærveru, mjög vel máli farin og óhrædd við að tala tæpitungulaust. Ég treysti engri betur en Höllu Tómasdóttur til að láta ekki standa við orðin tóm, heldur hafa hugrekki til að sýna staðfestu, framkvæma, leiða og nýta krafta forsetaembættisins til góðra verka. Höfundur er eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjafar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun