Jökull nýr framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2024 22:16 Jókull Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri RÍSÍ sem hefur meðal annars staðið fyrir Ljósleiðaradeildinni og Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Jökull Jóhannson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Hann hefur nú þegar hafið störf hjá sambandinu. Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Rafíþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn
Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.
Rafíþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn