Handbolti

Óðinn skoraði sigur­mark Kadetten í lífsnauðsynlegum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson var hetjan í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson var hetjan í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Íslenski landsliðshornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var hetja Kadetten Schaffhausen í kvöld þegar liðið jafnaði metin í 1-1 í úrslitaeinvíginu um svissneska meistaratitilinn á móti HC Kriens-Luzern.

Kadettan vann leikinn 30-29 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 18-16.

Kadetten missti niður fimm marka forskot í fyrsta leiknum sem jafnframt var fyrsta tap liðsins á heimavelli í vetur. Nú náði liðið heimavallarréttinum til baka. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður meistari.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk úr sjö skotum í leiknum og var valinn maður leiksins. Eina klikkið hans kom úr víti en aðeins eitt af mörkum hans komu úr víti.

Sigurmark Óðins kom þeim rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en ekkert var skorað á æsispennandi lokamínútum.

Það voru mörkin hans í lokin sem voru einstaklega mikilvæg. Óðinn skoraði ekki aðeins sigurmarkið heldur kom hann Kadetten einnig tvisvar yfir til viðbótat á síðustu fimmtán mínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×