Olía á eld átaka Hópur fólks í Íslenska náttúruverndarsjóðnum skrifar 22. maí 2024 09:15 Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun