Olía á eld átaka Hópur fólks í Íslenska náttúruverndarsjóðnum skrifar 22. maí 2024 09:15 Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun