Styrk hönd og fim Torfi H. Tulinius skrifar 22. maí 2024 08:31 Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir eru flestallir geðþekkt fólk sem koma úr mörgum geirum þjóðfélagsins. Í hópnum eru m.a. fegurðardís, lögmaður, fræðimaður, skemmtikraftur, sjómaður og leikkona, að ógleymdum embættismönnum sem sinna mikilvægum störfum fyrir almenning. Öll hafa þau eitthvað til brunns að bera. Einn þeirra stendur þó upp úr og eru fyrir því margar ástæður. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt og sannað á ferli sínum að hún hefur framar öðrum þá kosti sem prýða þurfa forseta lýðveldisins. Sem alþingismaður og ráðherra hefur hún áralanga reynslu af stjórnkerfinu, bæði löggjafarþinginu og framkvæmdavaldinu. Hún hefur bæði verið í stjórnarandstöðu og stjórn, m.a. á tímum þegar virkilega hefur gefið á bátinn í þjóðlífinu, á árunum eftir hrun en líka síðar, sem forsætisráðherra, þegar samfélagið þurfti að takast á við farsóttir og náttúruhamfarir. Þegar okkar tímar verða gerðir upp af sagnfræðingum framtíðarinnar munu þeir vafalítið sjá hvað sú hönd sem stýrði þjóðarskútunni í þessum ólgusjó var bæði styrk og fim. Það var Katrín sem hélt um stýrið með miklum sóma. Eðlislæg greind hennar samfara mikilli reynslu, margháttuð tengsl hennar í þjóðfélaginu, hæfileikinn til að ná til fólks, og það traust sem hún ávinnur sér hjá viðmælendum sínum með látlausri og heiðarlegri framkomu, allt þetta hefur skipt máli við að ná þeim árangri sem hún hefur sannarlega náð sem forystumaður í landsmálum. Ýmsir urðu hvumsa, þar á meðal sá sem þetta ritar, þegar Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017 og aftur 2021. Það voru fáir eða engir aðrir kostir í boði og ávinningurinn af setu hennar í stjórninni er ótvíræður, bæði í umhverfismálum og kjaramálum alþýðu, en hvað báða þessa málaflokka varðar er enginn vafi á því að þær framfarir sem orðið hafa þar eru Katrínu og flokki hennar að þakka. Enn meira máli skiptir þó að myndun þessarar ríkisstjórnar vann gegn óheillaþróun sem hófst á árunum eftir hrun og hefur sett mark sitt á mörg önnur þjóðfélög á síðari árum. Það er hin mikla skautun umræðunnar, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem fólk á öndverðum meiði getur ekki einu sinni talað saman, hvað þá tekið sameiginlegar ákvarðanir. Hvað sem annað verður sagt um stjórnarmyndunina 2017, þá sneri hún þessari þróun við hér á landi. Katrín Jakobsdóttir getur nefnilega talað við alla. Falleg framkoma hennar, greind og samskiptahæfni sameinar fólk en sundrar ekki. Hún hefur ítrekað lyft umræðunni og forðað okkur frá því að lenda ofan í fánýtum pólitískum skotgröfum. Því mun ég greiða henni atkvæði mitt þann 1. júní nk. og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun