Scottie Scheffler fer fyrir dómstóla í byrjun júní Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. maí 2024 07:30 Scottie Scheffler, efsti kylfingur á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur Vísir/Skjáskot Scottie Scheffler var ákærður í fjórum liðum og átti að mæta í dómsalinn í dag en málsmeðferð kylfingsins hefur verið frestað til 3. júní. Scheffler var á föstudag handtekinn á leið sinni að Valhalla vellinum þar sem PGA mótið fór fram um helgina. Fyrr um morguninn varð banaslys, sem Scheffler kom ekkert að en leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Scheffler var ákærður í fjórum liðum. Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Sjálfur hefur hann alfarið neitað sök og sagði málið allt saman byggt á misskilningi. Lögreglan í Kentucky gaf frá sér skýrslu um málið þar sem sagt er að lögregluþjónninn sem stoppaði Scheffler hafi hlotið áverka vegna líkamsárásar Scheffler. Eins og áður segir mun málið fara fyrir dómstóla þann 3. júní. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Scheffler var á föstudag handtekinn á leið sinni að Valhalla vellinum þar sem PGA mótið fór fram um helgina. Fyrr um morguninn varð banaslys, sem Scheffler kom ekkert að en leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Scheffler var ákærður í fjórum liðum. Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Sjálfur hefur hann alfarið neitað sök og sagði málið allt saman byggt á misskilningi. Lögreglan í Kentucky gaf frá sér skýrslu um málið þar sem sagt er að lögregluþjónninn sem stoppaði Scheffler hafi hlotið áverka vegna líkamsárásar Scheffler. Eins og áður segir mun málið fara fyrir dómstóla þann 3. júní.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira