Skoðun

Katrín á Bessa­staði

Björn Snæbjörnsson skrifar

Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs.

Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri.

Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum.

Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar.

Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs.

Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti

Höfundur er ellilífeyrisþegi.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×