Góð gildi og staðfesta Höllu Hrundar Margrét Reynisdóttir skrifar 19. maí 2024 13:31 Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar