Er klassískt frjálslyndi orðið að jaðarskoðun? Kári Allansson skrifar 19. maí 2024 09:01 Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun