Kosningum frestað Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 18. maí 2024 12:31 Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulningsverksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum. Það er grafalvarlegt mál að fresta kosningum og alveg víst að fulltrúar í minnihluta munu leita álit sérfróðs fólks á þessum gjörningi og fara lengra með málið komi í ljós vafi á lögmæti ákvörðunarinnar. Rökstuðningur liggur þegar fyrir Meirihlutinn og bæjarstjóri töluðu niður til First Water á fundinum fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju. Áhyggjur sem snúa meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau nota í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Sá rökstuðningur liggur fyrir nú þegar m.a. í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem segir: ,,Í því sambandi bendir HSL á að fyrirhuguð höfn í Keflavík er staðsett á milli fiskeldisfyrirtækja þar sem áætluð er umfangsmikil vinnsla jarðsjávar til eldis laxfiska og því gæti mengunarslys í eða við þá höfn haft mikil áhrif á þá aðila sem vinna jarðsjó í nágrennin hafnarinnar. Embættið gerir því athugasemd við að í áhættumati vegna efnistökunnar sé ekki fjallað um áhættu og möguleg umhverfisáhrif vegna innsiglingar og uppskipunar efnis í fyrirhugaðri höfn” Það hefur ekkert breyst Með því að fresta boðuðum bindandi íbúakosningum er ljóst að meirihlutinn ber enga virðingu fyrir lýðræðinu og treystir ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Það hafa engar forsendur breyst. Það sjónarmið hefur alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hefur haft sem stefnu í áraraðir. Það að fyrirtækið First Water hafi þurft að stíga fram með þessum hætti og benda á það augljósa breytir engu um fyrirhugaðar kosningar. Áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi Það var einnig ljóst þegar tekin var ákvörðun um að boða til bindandi kosninga að skipulagsferli verkefnisins var ekki lokið og fyrirséð að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það kom ekki í veg fyrir að boðað yrði til kosninga og það að nýjar upplýsingar komi fram á heldur ekki að koma í veg fyrir að framfylgja boðuðum kosningum. Þetta mál er algjör áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin með því að starfa fyrir hagsmuni almennings sem kjörnir fulltrúar, kosnir af íbúum en ekki fyrirtækjum. Þessi meirihluti er fullkomlega óhæfur. Formaður bæjarráðs Ölfuss sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið frá First Water kom fram 15. maí s.l.: ,,Ég treysti þeim fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni sannfæringu”. Það á greinilega ekki lengur við, meirihlutinn í Ölfusi treystir ekki íbúum til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi H lista og Hrönn Guðmundsdóttir er bæjarfulltrúi B lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulningsverksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum. Það er grafalvarlegt mál að fresta kosningum og alveg víst að fulltrúar í minnihluta munu leita álit sérfróðs fólks á þessum gjörningi og fara lengra með málið komi í ljós vafi á lögmæti ákvörðunarinnar. Rökstuðningur liggur þegar fyrir Meirihlutinn og bæjarstjóri töluðu niður til First Water á fundinum fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju. Áhyggjur sem snúa meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau nota í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Sá rökstuðningur liggur fyrir nú þegar m.a. í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem segir: ,,Í því sambandi bendir HSL á að fyrirhuguð höfn í Keflavík er staðsett á milli fiskeldisfyrirtækja þar sem áætluð er umfangsmikil vinnsla jarðsjávar til eldis laxfiska og því gæti mengunarslys í eða við þá höfn haft mikil áhrif á þá aðila sem vinna jarðsjó í nágrennin hafnarinnar. Embættið gerir því athugasemd við að í áhættumati vegna efnistökunnar sé ekki fjallað um áhættu og möguleg umhverfisáhrif vegna innsiglingar og uppskipunar efnis í fyrirhugaðri höfn” Það hefur ekkert breyst Með því að fresta boðuðum bindandi íbúakosningum er ljóst að meirihlutinn ber enga virðingu fyrir lýðræðinu og treystir ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Það hafa engar forsendur breyst. Það sjónarmið hefur alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hefur haft sem stefnu í áraraðir. Það að fyrirtækið First Water hafi þurft að stíga fram með þessum hætti og benda á það augljósa breytir engu um fyrirhugaðar kosningar. Áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi Það var einnig ljóst þegar tekin var ákvörðun um að boða til bindandi kosninga að skipulagsferli verkefnisins var ekki lokið og fyrirséð að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það kom ekki í veg fyrir að boðað yrði til kosninga og það að nýjar upplýsingar komi fram á heldur ekki að koma í veg fyrir að framfylgja boðuðum kosningum. Þetta mál er algjör áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin með því að starfa fyrir hagsmuni almennings sem kjörnir fulltrúar, kosnir af íbúum en ekki fyrirtækjum. Þessi meirihluti er fullkomlega óhæfur. Formaður bæjarráðs Ölfuss sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið frá First Water kom fram 15. maí s.l.: ,,Ég treysti þeim fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni sannfæringu”. Það á greinilega ekki lengur við, meirihlutinn í Ölfusi treystir ekki íbúum til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi H lista og Hrönn Guðmundsdóttir er bæjarfulltrúi B lista
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun