Stafrænn ójöfnuður á upplýsingaöld Stella Samúelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 17. maí 2024 15:01 Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Stella Samúelsdóttir Stafræn þróun Stafrænt ofbeldi Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun