Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið Selma Rós Axelsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:01 Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar