„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:53 Jóhann gat leyft sér að glotta við tönn og hlæja við fót í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira