„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:53 Jóhann gat leyft sér að glotta við tönn og hlæja við fót í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira