Hjartastaður – hvaðan ertu? Anna Sigríður Melsteð skrifar 14. maí 2024 13:00 Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun