Okkar forseti Þráinn Farestveit skrifar 14. maí 2024 11:01 Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun