Látum frambjóðendur njóta sannmælis Vésteinn Ólason skrifar 13. maí 2024 09:31 Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun