Meðmælabréf með forsetaefni Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 12. maí 2024 11:01 Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun