Fylgishrun Höllu Hrundar staðfest Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2024 12:01 Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun