Kosningar og kíghósti Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. maí 2024 10:01 Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun