Eru fjölmiðlar vísvitandi að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar? Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 10. maí 2024 09:30 Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi.